Húnavatnshreppur hefur ákveðið að gefa félagasamtökum, fyrirtækjum og einstaklingum tækifæri
til að sækja um styrki vegna viðburða eða verkefna sem samræmast hlutverki sveitarfélagsins eða
eru í samræmi við stefnu þess og áherslur, vegna fjárhagsársins 2020.
Drög að Sóknaráætlun Norðurlands vestra 2020-2024 eru nú til umsagnar
08. október 2019
Drög að Sóknaráætlun Norðurlands vestra fyrir árin 2020-2024 hafa nú verið lögð inn á samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar. Íbúar Norðurlands vestra eru hvattir til að kynna sér áætlunina og koma með ábendingar um hvað betur má fara.