Þingeyrakirkja
Byggingarár 1877

þingeyrarshv

Þingeyrastaður er glæsilegur tilsýndar frá alfaraleið þar sem kirkjuna ber við himinn á lágri víðáttunni milli Vatnsness og Vatnsdalsfjalls. Jörðin markast af Hópi og Bjargaósi í vestri og suðvestri en Húnavatni og kvíslum þess í austri. Nafn sitt tekur staðurinn af því að til forna var þar þingstaður héraðsins. Sér  móta fyrir jarðmyndun sem gengur undir nafninu dómhringur, nær miðja vegu milli núverandi kirkju og bæjarhúsa. Klaustur var stofnað á Þingeyrum árið 1133 og var starfrækt til ársins 1550. Þingeyraklaustur er nafntogað fyrir mikla bókmenntaiðju en þar störfuðu nokkrir af merkustu rithöfundum íslenskra miðalda. Þingeyrakirkja er hlaðin úr íslensku blágrýti með kalki á milli, bæði turn eða stöpull og kirkjuskip. Altarisbrík er úr alabastri, mun gerð í Nottingham á Englandi um 1470. Miðhlutinn sýnir píslavætti Krists.

 Björn Magnússon veitir upplýsingar í síma 452 4473 eða 895 4473.

 Saga Þingeyrakirkju 

Getum við bætt efni þessarar síðu?