Heimilisfang: Þverbraut 1, 540 Blönduós
Sími: 455-4785
Yfirmaður félagsstarfs: Vigdís Edda Guðbrandsdóttir
Netfang: vigdis@hunabyggd.is

Starfsemin er rekin af Húnabyggð. Um er að ræða þjónustu sem er opin öryrkjum og þeim sem hafa náð 60 ára aldri og eiga búsetu í Húnabyggð.

Starfið er opið tvisvar í viku mánudaga og fimmtudaga frá kl:13:30-16:30  frá september til maí loka.

Tómstundir er mikill og stór þáttur í okkar daglega lífi. Einstaklingum er bæði holt og gott að hafa eitthvað fyrir stafni og ekki síst fyrir þá sem eru hættir að vinna. Félagsstarf er kjörin vettvangur til að finna verkefni við hæfi hvers og eins. Það er okkur öllum nauðsynlegt að eiga sér afþreyingu og rjúfa félagsslega einangrun. Það eykur andlegan og líkamlega vellíðan. Vist, Lomber og Bridge er spilað ásamt fjölbreytni í allri handavinnu og handverki.

Getum við bætt efni þessarar síðu?