Svartá ligggur austastur húnvetnskra dala suður til hálendisins, grunnur, undirlendi lítið en fláandi hlíðar, víðast grösugaur. Um hann fellur Svatá, kunn veiðiá. Dalurinn er langur, um 25 km milli fremsta bæjar og þess neðsta, en löng drög inn til heiða inn frá fremsta bæ. Heitir sá Fossar 320 y.s.) og dalurinn raunar Fossadalur frá ármótum Fossadalsár og Stafnsgils. Verða þau skammt neðan við bæinn á Fossum og er þar Stafnsrétt á þurrum eyrum.
(Landið þitt Ísland, Þorsteinn Jósepsson Steindór Steindórsson, 1980)