Heimilisfang: Húnabraut 6 efri hæð
Netfang: skjolid@hunabyggd.is
Sími: 455-4770
Menningar-, íþrótta-, og tómstundafulltrúi Húnabyggðar: Kristín Ingibjörg Lárusdóttir kristin@hunabyggd.is
Starfsmenn Skjólsins veturinn 2024-2025 eru:
Anton Haraldsson, frístundaleiðbeinandi
Harpa Sól Guðmundsdóttir, frístundaleiðbeinandi
Heiðbjört Arnardóttir, frístundaleiðbeinandi
Helga María Ingimundardóttir, frístundaleiðbeinandi
Maggý Björg Fossdal, frístundaleiðbeinandi
Pálmi Ragnarsson, frístundaleiðbeinandi
Arnór Guðjónsson, afleysing
Opnunartími: september - maí
Skjólið er staðsett á efri hæð að Húnabraut 6. Starfsemin er ætluð 10-16 ára ungmennum í Húnabyggð.
Starfsemi Skjólsins er tvískipt. Dagopnun og kvöldopnun.
Dagopnun Skjólsins
Dagopnun Skjólsins er fyrir nemendur í 5.-10.bekk og er opin:
Mánudaga-miðvikudaga kl. 14:00-16:00
Fimmtudaga kl. 13:30-17:00
Lokað á föstudögum
Félagsmiðstöðin Skjólið
Fyrir 8.-10.bekk er opið öll mánudags- og miðvikudagskvöld frá kl. 19:30-21:30.
Þrjú fimmtudagskvöld í mánuði frá kl. 19:30-21:30 og eitt föstudagskvöld í mánuði frá kl. 19:30-22:00.
Fyrir 5.-7.bekk er opið alla fimmtudaga frá kl. 17-19.
Markmið félagsmiðstöðvarinnar Skjólsins er að bjóða upp á fjölbreytt, skapandi og skemmtilegt starf fyrir börn og unglinga í 5.-10.bekk. Lagt er upp með að bjóða upp á fjölbreytt viðfangsefni í hverjum mánuði sem höfðar til ólíkra barna og unglinga með mismunandi áhugasvið og tryggja þeim öruggt umhverfi sem þeim líður vel í. Við munum leggja áherslu á fræðslu gegn fordómum og forvarnir gegn vímuefnum og góð samskipti.
Það sem er í boði:
Pool, borðtennis, þythokký, fótboltaspil, píla, Wi-Fi aðgangur, 65” snjallsjónvarpi, PS5 leikjatölva, AppleTV með aðgangi að Netflix og bluetooth hátalarar. Einnig erum við með allskonar borðspil. Eldhúsaðstaða með aðgang að ísskáp og örbylgjuofni.
Kosið er í unglingaráð í upphafi vetrar. Í unglingaráði eru tveir fulltrúar í 8.bekk, tveir í 9.bekk og tveir í 10.bekk. Ungingaráð sér um undirbúning, skipulag og dagskrágerð fyrir starfið í vetur. Hópurinn hittist 1x í viku. Hlutverk unglingaráðs er m.a. að virkja sem flesta unglinga til þátttöku og kalla eftir hugmyndum frá þeim.