Bergstaðakirkja
Byggingarár 1883
Bergsstaðir eru í Svartárdal framanverðum austan Svartár. Kirkjan stendur nokkuð ofan vegar sem liggur fram dalinn að austanverðu. Ekki er ljóst hvenær kirkja reis á Bergsstöðum. Fyrst er getið um hana í Auðunarmáldaga frá um 1318. Var hún helguð Ólafi helga Noregskonungi og Þorláki biskupi Þórhallssyni í kaþólskum sið. Á Bergsstöðum var prestsetur um langan aldur, eða allt til 1920.
Bergsstaðakirkja er timburhús með krossreistu mænisþaki. Sökklar eru hlaðnir úr grjóti og hafa verið það frá upphafi. Altaristafla frá 17. öld, olíumálverk á tré er sýnir Krist í Emmaus. Aðrir dýrmætir forngripir eru í kirkjunni.