Afréttarlöndin sem smöluð eru fyrir Skrapatungurétta eru Laxárdalur og Trollabotnar.
Ármótin, þar sem Norðurá og Laxá mætast, eru nokkuð sérstakur staður. Þar eru grónar grundir og berjabrekkur uppi í hlíðinni. Á sumrin komu ungmennin úr Vorblæ þar saman og léku handbolta, fótbolta og ýmsa leiki.
Nokkru seinna var byggð skilarétt þarna á grundunum við ármótin. Engihlíðar- og Vindhælishreppur stóðu sameiginlega að því verki. Réttin, sem heitir Skrapatungurétt, var vígð haustið 1957 og er nú vel kunn
um allt land og jafnvel út fyrir landsteinana.