Umhverfi Blönduóss er grasi gróið og lögð er áhersla á hreint og snyrtilegt umhverfi. Blönduósbær starfrækir eigin sorpflokkun og móttöku spilliefna. Við Blönduós er einnig starfræktur urðunarstaður fyrir Blönduós og nágrannasveitir og hefur hann starfsleyfi Hollustuverndar. Blönduós hefur byggt upp fráveitu og er skolpi veitt um hreinsistöð sem grófhreinsar allan úrgang frá íbúum og fyrirtækjum.