Skrifað undir samning um móttöku flóttafólks
17. maí 2019
Í gær, fimmtudaginn 16. maí, skrifuðu Ásmundur Einar Daðason Félags- og barnamálaráðherra, og Valdimar O Hermannsson, Sveitarstjóri Blönduósbæjar, undir samning um móttöku flóttafólks til Blönduósbæjar, en áður hafði sveitarstjórn samþykkt að tekið skyldi á móti a.m.k. 4 fjölskyldum, samtals 21 einstaklingum og þar af 13 börnum, sem kæmu til Blönduós á vormánuðum 2019.