Í gær, fimmtudaginn 16. maí, skrifuðu Ásmundur Einar Daðason Félags- og barnamálaráðherra, og Valdimar O Hermannsson, Sveitarstjóri Blönduósbæjar, undir samning um móttöku flóttafólks til Blönduósbæjar, en áður hafði sveitarstjórn samþykkt að tekið skyldi á móti a.m.k. 4 fjölskyldum, samtals 21 einstaklingum og þar af 13 börnum, sem kæmu til Blönduós á vormánuðum 2019.

 Í vikunni komu 3 fjölskyldur, samtals 15 einstaklingar, en síðan er von á einni 6 manna fjölskyldu í næsta mánuði. Búið er að útvega 4 íbúðir og hús fyrir þessar fjölskyldur og einnig hús fyrir verkefnastjóra og túlk, sem einnig mun starfa sem stuðningsfulltrúi og menningarmiðlari. Mikið starf hefur verið unnið að undanförnu, við undirbúning komunnar, og þar hafa fjölmargir lagt hönd á plóg, og er þeim færðar bestu þakkir fyrir. Fyrirhugað er að halda móttöku í Félagsheimilinu á Blönduósi, n.k. mánudagskvöld, en þá hafa hinu nýju íbúar jafnað sig eftir ferðina, og fengið fyrstu kynningu á nýjum heimkynnum.

 

Getum við bætt efni þessarar síðu?