Opnun Norðurstrandarleiðar
08. júní 2019
Opnunarhátíð Norðurstrandarleiðar, eða Arctic Coast Way, verður haldin á degi hafsins, laugardaginn 8.júní. Norðurstrandarleið er um 900 kílómetrar og liggur milli Hvammstanga í vestri og Bakkafjarðar í austri. Leiðin liggur um 21 bæ eða þorp meðfram ströndinni og undan landi eru sex eyjar sem auðveldlega er að hægt að komast út í með bát eða ferju. Verkefninu er ætlað að virka sem aðdráttarafl fyrir þá ferðamenn sem vilja ná betri tengslum við náttúruna og menningarlíf svæðisins.