Ljósleiðari
Ljósleiðari

Lagningu ljósleiðara lokið

  • Rétt er að greina frá því að nú hafa öll heimili, sumarhús og fyrirtæki sem óskuðu eftir tengingu við grunn kerfi Húnanets ehf. verðið tengd.
  • Hvað merkir þetta? Það merkir það í raun, að nú geta allir þessir aðilar tengt sig,  því fjarskiptafélagi sem þeir vilja eiga viðskipti við, sem sagt lagningu grunn kerfis ljósleiðara í Húnavatnshreppi er lokið.
  • Tilkoma ljósleiðara hefur valdið byltingu í samskiptatækni þar sem hann býður upp á meiri flutningsgetu og bandbreidd en nokkur önnur tenging og gagnvirkt sjónvarp.
  • Jafnframt hefur ljósleiðarinn gjörbreytt búsetuháttum innan sveitarfélagsins. Þetta verkefni hefur kostað sveitarfélagið talsverða mikla fjármuni, en þeim er vel varið fyrir íbúa og gesti Húnavatnshrepps. Nánar verður greint frá þessu síðar.
Getum við bætt efni þessarar síðu?