Prjónagleðin sett í dag
07. júní 2019
Prjónagleðin 2019 hefst á Blönduósi í dag og stendur yfir helgina en þetta er í fjórða sinn sem hún er haldin. Í dag milli klukkan 13-17 geta þátttakendur Prjónagleðinnar farið í heimsókn í Ullarþvottastöð Ístex á Blönduósi og séð þvottaferlið og hvernig ullin er undirbúin til spuna.