13. júní 2019
Tilkynningar
Tilkynning frá Tónlistarskóla, A-Hún
- Á 45. fundi Byggðasamlags um Tónlistarskóla, A-Hún, þann 3. júní 2019 var gengið frá ráðningu Hugrúnar Sifjar Hallgrímsdóttur, sem skólastjóra Tónlistarskóla Austur Húnvetninga.
- Hugrún hefur fjölbreytta reynslu á sviði tónlistar.
- Hugrún hefur stjórnað kór Hólaneskirkju og leikið á orgel frá árinu 2006. Lauk b.ed. með tónmennt sem kjörsvið frá Kennaraháskóla Íslands árið 2004. Hugrún starfaði sjálfstætt til fjölda ára við alls konar tónlistartengd verkefni. Hugrún hefur verið kennari við Tónlistarskóla A-Hún frá árinu 2004. Hugrún stundar nú jafnframt með starfi skólastjóra nám við Tónskóla þjóðkirkjunnar og hyggst ljúka kirkjuorganistaprófi vorið 2020.