Formleg opnun verður við Hvammstanga og Bakkafjörð klukkan 10:00 þar sem klippt verður á borða og opnuninni fagnað. Í framhaldi af því verður boðið upp á marga skemmtilega og fræðandi viðburði, víðsvegar um svæðið, m.a. í Húnavatnssýslunum.
Til að fagna opnun Norðurstrandaleiðar býður Markaðsstofa Norðurlands upp á kökur og kaffi í safnaðarheimili Hvammstangakirkju frá klukkan 10:30-11:30 laugardaginn 8. júní.
Á Skagaströnd verður farið í fjöruferð með Valtý Sigurðssyni líffræðingi hjá BioPol kl. 10:00.
Klukkan 12:00 verður formleg opnun í Miðfirði á sýningu á vörðum, sem búnar voru til úr rusli á dögunum sem safnað var saman úr fimm fjörum á Norðurlandi vestra. Fjörurnar eru fjörur Borgar- og Garðssands við Sauðárkrók, Sandasand í botni Miðfjarðar og fjörur við Selvíkurtanga við bæina Hafnir og Víkur.
Klukkan 12:30 verður farið í gönguferð um Spákonufellshöfða á Skagaströnd með Ólafi Bernódussyni sem ræðir um Skagaströnd og svarar spurningum um staðinn og Höfðann. Klukkan 17:00 verða sagðar sögur af sjóskrímslum í Spákonuhofi á Skagaströnd og klukkan 22:00 verður haldin púttkeppni í kvöldsólinni fyrir ofan Bjarmanesá Skagaströnd.
Nánari upplýsingar um dagskrána er að finna hér.