08. október 2019
Fréttir
- Fjárræktarfélag Sveinsstaðahrepps heldur hrútasýningu í Hvammi 2 í Vatnsdal.
- Þar verða sýndir lambhrútar í eigu félagsmanna.
- Keppt verður í þremur flokkum; hvítum hyrndum, hvítum kollóttum og mislitum.
- Sýningin verður þriðjudaginn 8. október og hefst klukkan 19.00.
- Allir velkomnir, lopapeysur eru viðeigandi klæðnaður.