Húsnæðisáætlun Blönduós 1. útgáfa
22. október 2019
Á undanförnum mánuðum hefur verið unnið að Húsnæðisáætlun Blönduósbæjar, samkvæmt ákvörðun byggðaráðs á 133. fundi, frá 19. febrúar 2019, sem staðfest var af sveitarstjórn Blönduósbæjar, á 65. fundi 12. mars 2019. Um er að ræða 1. útgáfu, en Húsnæðisáætlun sveitarfélaga er lifandi plagg, sem mun þróast og taka breytingum árlega, og er gert ráð fyrir að fyrsta breyting verði gerð 1. mars 2020.