17. október 2019
Fréttir
Vegna tenginga á stofnlögn vatnsveitu Blönduóss vestan við Blöndubrú verður lokað fyrir kalda vatnið föstudaginn 18. október 2019 frá klukkan 13:00. Stefnt er að því að lokunin vari að hámarki í 2 til 3 klukkustundir. Notendur vatnsveitunnar vestan Blöndu munu því verða kaldavatnslaus á meðan viðgerð stendur yfir. Um er að ræða eftirtaldar götur og hús: Brekkubyggð, Garðabyggð, Aðalgata, Brimslóð, Blöndubyggð, Hnjúkabyggð, Flúðabakki 1, 3, 4, og 6, Sólvangur, Kleifar, Fálkagerði, Fornihvammur, Húnabær, hesthúsin í Arnargerði og við gömlu tamningastöðina.
Frekari upplýsingar veitir Þjónustumiðstöð Blönduósbæjar í síma 896 4775.