Móttaka flóttafólks - Verkefnastjórar ráðnir
30. apríl 2019
Blönduósbær hefur ráðið Þórunni Ólafsdóttur sem verkefnastjóra, vegna móttöku flóttafólks til Blönduóss, en Þórunn hefur fjölbreytta reynslu af störfum með fólki á flótta, og starfaði fyrir Hafnarfjarðarbæ, sem verkefnastjóri í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd. Þá stofnaði hún m.a. félagið Akkeri – flóttahjálp, í kjölfar hjálparstarfs á Grikklandi haustið 2015. Þórunn er, sem verkefnastjóri, tengiliður sveitarfélagsins við alla þá sem þurfa að koma að þessu mikilvæga verkefni, og mun vinna náið með öllum hagaðilum málsins, ásamt íbúum.