Barnabær er fjögurra deilda leikskóli og verða nemendur 64 næsta haust frá 8 mánaða aldri til 6 ára aldurs. Deildirnar eru aldursskiptar og er elsti hópurinn staðsettur í öðru húsnæði. Mjög gott samstarf er við Blönduskóla en elsti hópurinn fer í kennslustundir einu sinni í viku allan veturinn. Einkunnarorð skólans eru: Leikur, gleði, virðing.
Náið samstarf er milli leikskóla í Austur Húnavatnssýslu, Húnaþingi vestra og Hólmavíkur og var sótt um styrk í gegnum fjölskyldusvið Húnaþings vestra til Sprotasjóðs í verkefnið „Færni til framtíðar - verkefnin efli samskiptahæfni, skapandi hugsun, list-, verk- og tækniþekkingu. Verkefnin miði að því að efla hæfni barna og ungmenna til að takast á við áskoranir 21. aldarinnar“. Styrkumsóknin var samþykkt.
Hæfniskröfur:
- Leyfisbréf til að nota starfsheitið leikskólakennari.
- Reynsla af deildarstjórastörfum.
- Góð samskiptafærni.
- Frumkvæði og sjálfstæði í starfi og faglegur metnaður.
Með umsókn skal skila starfsferilskrá, nöfnum 2 umsagnaraðila og stuttri kynningu á umsækjanda. Umsækjandi þarf að veita leyfi til upplýsingaöflunar úr sakaskrá. Barnabær áskilur sér rétt til að hætta við ráðningu í einstaka stöðu og auglýsa að nýju.
Áhugasamir, karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um.
Umsóknarfrestur er til og með 14 maí 2019.
Áhugasamir hafi samband við Jóhönnu G. Jónasdóttir, leikskólastjóra í síma 452 4530 eða á netfangið johanna@blonduos.is. Einnig er hægt að sækja um á heimasíðu leikskólans http://barnabaer.leikskolinn.is/