Blönduskóli óskar eftir að ráða áhugasama grunnskólakennara til starfa næsta skólaár. Meðal kennslugreina eru: tónmennt, hönnun og smíði, danska, heimilisfræði, íslenska fyrir erlenda nemendur, umsjón á miðstigi

Möguleiki er á 30 – 100% stöðu.

Menntunar- og hæfniskröfur:

Leyfisbréf sem grunnskólakennari

Frumkvæði, sjálfstæði og faglegur metnaður

Áhugi og hæfni til að starfa í teymisvinnu

Jákvæðni og sveigjanleiki í samskiptum

Ábyrgð og stundvísi

Áhugi á að starfa með börnum

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Umsóknarfrestur er til og með 12. maí 2019.

Með umsókn skal skila starfsferilskrá, nöfnum 2 umsagnaraðila og stuttri kynningu á umsækjanda. Umsækjandi þarf að veita leyfi til upplýsingaöflunar úr sakaskrá. Blönduskóli áskilur sér rétt til að hætta við ráðningu í einstaka stöðu og auglýsa að nýju.

Áhugasamir hafi samband við Þuríði Þorláksdóttir skólastjóra í síma 452 4147 eða á netfangið blondskoli@blonduskoli.is

Getum við bætt efni þessarar síðu?