16. október 2019
Tilkynningar
- Húnavatnshreppur hefur ákveðið að gefa félagasamtökum, fyrirtækjum og einstaklingum tækifæri til að sækja um styrki vegna viðburða eða verkefna sem samræmast hlutverki sveitarfélagsins eða eru í samræmi við stefnu þess og áherslur, vegna fjárhagsársins 2020.
- Styrkir eru ekki veittir eftir á.
- Styrkveiting felur ekki í sér fyrirheit um frekari skuldbindingu af hálfu sveitarfélagsins nema gerður sé sérstakur samningur þess efnis.
Umsóknum skal skilað á sérstökum eyðublöðum sem nálgast má hér á heimasíðu Húnavatnshrepps.
Umsóknir og fylgiskjöl skulu berast í síðasta lagi 29. október næstkomandi