Kynning á dreifnámi í Austur-Húnavatnssýslu
12. febrúar 2019
Fimmtudaginn 14. febrúar næstkomandi, klukkan 17:00, munu Lee Ann Maginnis, umsjónarmaður dreifnáms í A-Hún, Margrét Helga Hallsdóttir, námsráðgjafi FNV, Þórdís Hauksdóttir, fræðslustjóri og fulltrúar frá nemendafélagi FNV kynna námsframboð, félagslíf og aðstöðu dreifnáms í A- Hún og FNV.
Allir nemendur í 9. og 10. bekk í grunnskólum A-Hún eru sérstaklega boðaðir til fundarins ásamt foreldrum eða forráðamönnum.