
Fjárhagsáætlun Blönduósbæjar samþykkt
21. desember 2018
Fjárhagsáætlun Blönduósbæjar fyrir árið 2019 var unnin af byggðaráði og hefur verið góð samvinna milli meirihluta og minnihluta um áherslur við fjárhagsáætlunargerð. Fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir að tekjur vaxi um 119 milljónir miðað við árið 2018 en gjöld um 80 milljónir.
Niðurstaða fyrir fjármagnsliði er jákvæð um 81 milljón.