Fjárhagsáætlun Blönduósbæjar fyrir árið 2019 var unnin af byggðaráði og hefur verið góð samvinna milli meirihluta og minnihluta um áherslur við fjárhagsáætlunargerð. Fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir að tekjur vaxi um 119 milljónir miðað við árið 2018 en gjöld um 80 milljónir.
Niðurstaða fyrir fjármagnsliði er jákvæð um 81 milljón.

Fjárfestingar eru áætlaðar 215 m.kr. sem ætlaðar eru fyrst og fremst til viðhalds eigna Blönduósbæjar. Stærstu einstöku framkvæmdirnar eru framkvæmdir við Blönduskóla og veitumál á gagnaverssvæði.

Lögbundið skuldaviðmið sveitarfélaga er 150%. Gert er ráð fyrir að skuldaviðmið samstæðunnar verði 109% í lok árs 2019.

Fjárhagsáætlun Blönduóbæjar fyrir 2019 ber þess merki að góður árangur hefur náðst í rekstri sveitarfélagsins. Stórar framkvæmdir eru þó framundan á næstu árum og því mikilvægt halda áfram öruggri fjármálastjórn sveitarfélagsins.

 

 

Getum við bætt efni þessarar síðu?