Hreinsunarátak 2020 - vinnum saman
26. maí 2020
Blönduósbær hvetur íbúa og fyrirtæki til sameiginlegs átaks í hreinsun í sínu nærumhverfi. Eigendum bíla og stærri málmhluta sem standa á Blönduósi býðst næstu 2 vikur aðstoð við að færa þá til förgunar eigendum að kostnaðarlausu.