Blönduskóli auglýsir eftir starfsfólki í eftirfarandi stöður fyrir skólaárið 2020 - 2021

 

Kennara - tvö 100% störf

Ritara – 60% starf

Skólaliða - 80% starf

Skólaliði á Skóladagheimili - 45% starf

Stuðningsfulltrúa - tvö u.þ.b. 50% störf

 

Blönduskóli er framsækinn skóli í mikilli þróun með tæplega 150 nemendur í 1. – 10. bekk. Skólinn leitast við að koma til móts við þarfir nemenda sinna á persónulegan og einstaklingsmiðaðan hátt. Lögð er áhersla á teymiskennslu. Gott samstarf er við nærsamfélagið svo sem íþróttafélögin og tónlistarskólann.

Einkunnarorð skólans eru mannúð – hreysti – viska.

 

Kennarastöður

Staða umsjónarkennara á yngsta stigi, 100% staða til eins árs frá 1. ágúst 2020 til 31. júlí 2021 vegna afleysingar. Allar almennar kennslugreinar.

 

100% staða kennara frá 1. ágúst 2020 þar sem aðaláhersla er á kennslu nemenda með annað móðurmál en íslensku.

 

Umsækjendur verða að hafa leyfisbréf til kennslu og kennslureynsla í grunnskóla æskileg. Leitað er eftir einstaklingum sem hafa góða skipulagshæfileika og mikla hæfni í mannlegum samskiptum. Áhersla er lögð á teymisvinnu og teymiskennslu, samþættingu námsgreina og þemabundin verkefni. Reynsla af samkennslu árganga og áhugi á þróunarstarfi eru mikilvæg. Góð tölvukunnátta og reynsla af kennslu í upplýsingatækni æskileg.

 

Ritari í 60% starf

Leitað er að einstakling sem hefur gott vald á íslensku í ræðu og riti, með mikla hæfileika til samskipta og samvinnu. Góð almenn tölvukunnátta. Getu til að tileinka sér nýja hluti. Sýni frumkvæði og faglegan metnað. Ritari er í miklum samskiptum við nemendur, starfsfólk og foreldra, sér um almenna skráningu í Mentor skráningarkerfi skólans, sér um vef skólans www.blonduskoli.is og margt fleira. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 10. ágúst 2020.

 

Stuðningsfulltrúar í u.þ.b. tvö 50% störf frá 19. ágúst 2020 til 2. júní 2021

Óskað er eftir einstaklingum sem eru tilbúnir að starfa við fjölbreyttar aðstæður bæði inni og úti. Starfið er mjög fjölbreytt þar sem áhersla er lögð á mannleg samskipti bæði við börn og fullorðna. Stuðningsfulltrúi er m.a. kennara til aðstoðar við að sinna einum eða fleiri nemendum. Starfið miðar fyrst og fremst að því að auka færni og sjálfstæði nemenda; félagslega, tilfinningalega, námslega og í daglegum athöfnum. Viðkomandi verða að geta hafið störf 19. ágúst 2020.

Skólaliði á Skóladagheimili í 45% starf frá 19. ágúst 2020 til 2. júní 2021

Um er að ræða 45% starf á Skóladagheimili sem starfrækt er frá hádegi til klukkan fjögur. Starfið eru mjög fjölbreytt þar sem áhersla er lögð á mannleg samskipti bæði við börn og fullorðna. Starfið felst m.a. í því að aðstoða nemendur í mötuneyti og gæta þeirra bæði úti og inni á meðan þeir dvelja á Skóladagheimilinu. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 19. ágúst 2020.

Skólaliði í 80% starf

Um er að ræða 80% starf. fjölbreytt starf þar sem mikil áhersla er lögð á mannleg samskipti bæði við fullorðna og börn. Skólaliði sér um öll almenn þrif, tekur á móti nemendum að morgni, sér um gæslu í frímínútum og hádegishléi bæði úti og inni og margt fleira. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 10. ágúst 2020.

 

Umsóknum þar sem fram kemur hvaða starf er verið að sækja um skal skilað ásamt kynningarbréfi og ferilskrá í tölvupósti á netfang Þórhöllu Guðbjartsdóttur skólastjóra,  thorhalla@blonduskoli.is. Umsækjandi þarf að veita leyfi til upplýsingaöflunar úr sakaskrá. Nánari upplýsingar fást hjá skólastjóra í síma 452-4147 eða 892-4928. Umsóknarfrestur er til 26. júní.

 

Umsækjandur mega hvorki hafa hlotið refsidóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940 né hafa hlotið refsidóm fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, á síðastliðnum fimm árum. Rétt er að vekja athygli á því að við ráðningu er heimilt að sækja upplýsingar úr sakaskrá um það hvort tiltekinn einstaklingur hafi hlotið dóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, að veittri fræðslu til hans þar að lútandi.

 

Laun eru samkvæmt kjarasamningum Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélaga.

 

 

 

Getum við bætt efni þessarar síðu?