Hátíðarhöld á 17. júní er með breyttu sniði í ár vegna aðstæðna í þjóðfélaginu. Blönduósingar eru hvattir til að halda upp á daginn með vinum og fjölskyldu. Morgunathöfn verður í beinni útsendingu í sjónvarpi RÚV þar sem fram fer m.a ávarp forsætisráðherra og fjallkonan flytur ljóð.

Sundlaug Blönduós verður opin frá 08-21 og er bæjarbúum boðið frítt í sund í tilefni af 17. júní og 10 ára afmælis laugarinnar.

Bæjarbúar eru hvattir til þess að halda sína eigin þjóðhátíð með vinun og ættingum, grilla, syngja og dansa.

Gleðilega þjóðhátíð.

Getum við bætt efni þessarar síðu?