Auglýsing um umferð á Blönduósi
29. ágúst 2019
Samkvæmt heimild í 81. gr. umferðarlaga nr. 50, 1987, með síðari breytingum og að fengnum tillögum frá sveitarstjórn Blönduósbæjar, sem samþykktar voru 13. nóvember 2018, hefur lögreglustjóri ákveðið að umferðarhraði verði færður niður í 35 km/klst á öllum götum bæjarins, nema á Húnabraut frá Árbraut út að Blönduóshöfn, Ennisbraut, Hnjúkabyggð að Koppagötu, Þingbraut frá Hnjúkabyggð að Aðalgötu, Þjóðvegi 1 og Svínvetningabraut þar sem hann verður enn 50 km/klst.