02. janúar 2020
Tilkynningar
Ágætu íbúar.
- Í kjölfar óveðursins sem gekk yfir nú í desember hyggst Húnavatnshreppur safna saman upplýsingum um tjón, svo sem, búfjár-, eigna-, og girðingatjón. Einnig er óskað eftir upplýsingum um rafmagns- og fjarskiptaleysi, ásamt öðru sem þið teljið að koma þurfi fram.
- Við þurfum að læra af þessari reynslu og því er óskað eftir þessum upplýsingum. Þær verða meðal annars notaðar til að vinna viðbragðsáætlun fyrir óveður.
- Mikilvægt er að þetta berist sveitarfélaginu sem allra fyrst, eða fyrir 13. janúar 2020.
Sveitarstjóri