Réttað í Hvammsrétt

Réttað í Hvammsrétt

Fyrstu réttir voru um helgina í Hvammsrétt sem er ný fjárrétt í Langadal. Þar er tekið við fé til réttar sem smalað er úr Langadalsfjalli en áður hafði verið aðstaða heim við hús í Hvammi. Réttarstörfin gengu vel og var almenn ánægja með réttina. Blönduósbær byggði réttina og var smíði hennar í höndum Halldórs Skagfjörð frá Fagranesi. Jarðvinnuverktaki var Júlíus Líndal frá Holtastöðum.
Skoða nánar Réttað í Hvammsrétt
Húsnæðisstuðningur vegna námsmanna haustið 2019

Húsnæðisstuðningur vegna námsmanna haustið 2019

Blönduóssbær vill vekja athygli á því að námsmenn (15-17 ára) þurfa að sækja um húsaleigubætur fyrir hvert almanaksár og gildir umsóknin til áramóta. Umsóknir vegna húsaleigubóta skulu hafa borist eigi síðar en 15. september
Skoða nánar Húsnæðisstuðningur vegna námsmanna haustið 2019
Blönduósveitur leggja stofnlagnir að Fálkagerði

Blönduósveitur leggja stofnlagnir að Fálkagerði

Samið var við Víðimelsbræður ehf. um lagningu stofnlagna meðfram Svínvetningabraut að Fálkagerði. Verkið felur í sér að lögð verður 180 mm vatnslögn ásamt fráveitu og ídráttarröri ef þörf verður á að fjölga ljósleiðurum á lagnaleiðinni.
Skoða nánar Blönduósveitur leggja stofnlagnir að Fálkagerði
Auglýsing um umferð á Blönduósi

Auglýsing um umferð á Blönduósi

Samkvæmt heimild í 81. gr. umferðarlaga nr. 50, 1987, með síðari breytingum og að fengnum tillögum frá sveitarstjórn Blönduósbæjar, sem samþykktar voru 13. nóvember 2018, hefur lögreglustjóri ákveðið að umferðarhraði verði færður niður í 35 km/klst á öllum götum bæjarins, nema á Húnabraut frá Árbraut út að Blönduóshöfn, Ennisbraut, Hnjúkabyggð að Koppagötu, Þingbraut frá Hnjúkabyggð að Aðalgötu, Þjóðvegi 1 og Svínvetningabraut þar sem hann verður enn 50 km/klst.
Skoða nánar Auglýsing um umferð á Blönduósi
Vegleg gjöf til leikskóla í Austur Húnavatnssýslu

Vegleg gjöf til leikskóla í Austur Húnavatnssýslu

Í tilefni af 30 ára starfsafmæli Bryndísar Guðmundsdóttur talmeinafræðings færði hún nýverið öllum leikskólum í Austur Húnavatnssýslu málþjálfunarefnið Leikum og lærum með hljóðin. Efnið byggir á fagþekkingu talmeinafræðinnar og áratuga reynslu Bryndísar í starfi með íslenskum börnum.
Skoða nánar Vegleg gjöf til leikskóla í Austur Húnavatnssýslu
“Samningur um afhendingu götulýsingarkerfis til eignar í Blönduósbæ”.

“Samningur um afhendingu götulýsingarkerfis til eignar í Blönduósbæ”.

Undirritaður hefur verið samningur um að frá og með 1. september 2019 muni Blönduósbær taka yfir götulýsingarkerfi sveitarfélagsins, og allt sem því tilheyrir. RARIK hefur í áratugi sett upp og rekið götulýsingarkerfi vítt og breitt um landið. Ákveðin kaflaskil urðu þegar raförkulög nr. 65 frá árinu 2003 tóku gildi. Samkvæmt þeim þá fellur götulýsing ekki undir einkaleyfisstarfsemi dreifiveitufyrirtækja.
Skoða nánar “Samningur um afhendingu götulýsingarkerfis til eignar í Blönduósbæ”.
Starfsfólk óskast til ræstinga

Starfsfólk óskast til ræstinga

Félagsmiðstöðin Skjólið óskar eftir starfsmanni til vikulegra þrifa og ræstinga. Vinnutími eftir samkomulagi. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til 29. ágúst næstkomandi og skal umsóknun skilað í tölvupósti til forstöðumanns á netfangið: pallrunar@blonduskoli.is þar sem einnig er hægt að fá frekari upplýsingar um starfið.
Skoða nánar Starfsfólk óskast til ræstinga
Réttir innan Húnavatnshrepps, haustið 2019

Réttir innan Húnavatnshrepps, haustið 2019

Hér má finna lista yfir réttir haustið 2019
Skoða nánar Réttir innan Húnavatnshrepps, haustið 2019
Félagsmiðstöðin Skjólið auglýsir eftir frístundaleiðbeinendum.

Félagsmiðstöðin Skjólið auglýsir eftir frístundaleiðbeinendum.

Umsækjendur þurfa að hafa náð að lágmarki 20 ára aldri og vera reglusamir og góðar fyrirmyndir fyrir börn og unglinga. Eftirtalin atriði eru á meðal þeirra verkefna sem frístundaleiðbeinendur í Skjólinu þurfa að sinna:
Skoða nánar Félagsmiðstöðin Skjólið auglýsir eftir frístundaleiðbeinendum.
Leikskólinn Barnabær, auglýsir lausar stöður skólaárið 2019

Leikskólinn Barnabær, auglýsir lausar stöður skólaárið 2019

Á leikskólanum Barnabæ, Blönduósi fer fram fjölbreytt og skemmtilegt uppeldisstarf með börnum á aldrinum 8 mánaða til 6 ára. Unnið er samkvæmt Aðalnámskrá leikskóla 2011 og við leggjum áherslu á að námið fari fram í gegnum leik. Okkar vantar hressa og metnaðarfulla einstaklinga sem hafa áhuga á að vinna gefandi, krefjandi og skemmtilegt starf með börnum.
Skoða nánar Leikskólinn Barnabær, auglýsir lausar stöður skólaárið 2019
Getum við bætt efni þessarar síðu?