Varasamar snjóhengjur
23. desember 2019
Blönduósbær vill vekja athygli íbúa á að snjóhengjur í brekkunum geta verið varasamar og eru foreldrar beðnir um að brýna fyrir börnum að það er hátt fall niður þar sem þær eru og eins geta snjóhengjurnar skriðið niður og valdið hættu. Förum því varlega í kringum þau svæði.