40. fundur 13. ágúst 2024 kl. 15:00 - 15:59 á fundarstað 1
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson forseti
  • Grímur Rúnar Lárusson 1. varaforseti
  • Ragnhildur Haraldsdóttir aðalmaður
  • Ásdís Ýr Arnardóttir varamaður
    Aðalmaður: Zophonías Ari Lárusson
  • Birgir Þór Haraldsson aðalmaður
  • Auðunn Steinn Sigurðsson aðalmaður
  • Elín Aradóttir aðalmaður
  • Jón Gíslason aðalmaður
Starfsmenn
  • Pétur Arason sveitarstjóri
  • Ari Óskar Víkingsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Ari Óskar Víkingsson fulltrúi Húnabyggðar
Dagskrá
Jenný Lind Gunnarsdóttir, fulltrúi G-lista, sat fundinn í stað Sverris Þórs Sverrissonar.

Fráfarandi sveitarstjórn Skagabyggðar sat einnig fundinn.

Í upphafi fundar óskaði forseti sveitarstjórnar eftir því að einu máli yrði bætt á dagskrá, Siðareglur Húnabyggðar, og yrði dagskrárliður nr. 4

Samþykkt samhljóða

1.Húnabyggð - Samþykktir

2212008

Breyting á samþykktum um stjórn og fundarsköp Húnabyggðar - síðari umræða
Sveitarstjórn staðfestir í annarri umræðu viðauka við samþykktir Húnabyggðar vegna sameiningarinnar við Skagabyggð þar sem skilgreint er hvernig heimastjórn og fjallskiladeild muni starfa út núverandi kjörtímabil.

Samþykkt samhljóða.

2.Fjárhagsáætlanir fjallskiladeilda

2407054

Fjárhagsáætlanir fjallskiladeilda
Sveitarstjórn samþykkir framlagðar fjárhagsáætlanir fjallskiladeilda Húnabyggðar en leggur áherslu á að gerð fjárhagsáætlana verði samræmd og skilað inn á sambærilegu formi þannig að auðvelt sé að bera þær saman. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra í samstarfi við fjallskiladeildir Húnabyggðar að tryggja að svo verði framvegis. Unnið er út frá því að tvær nýjar fjallskiladeildir fyrrum Skagabyggðar skili inn sínum áætlunum á sama hátt á næsta ári.

Samþykkt samhljóða.

3.Fundargerð fjallskilastjóra 6. ágúst 2024

2408002

Fundargerð fjallskilastjóra 6. ágúst 2024
Fundargerð fjallskilastjóra Húnabyggðar 6. ágúst 2024 lögð fram til staðfestingar á 40. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Lður 2 þarfnast sérstakrar afgreiðslu. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.

3.2. Erindisbréf fjallskilanefndar og fjallskiladeilda
Forseti sveitarstjórnar ber fram tillögu um að stofnuð verði fjallskilanefnd Húnabyggðar sem í sitja fjallskilastjórar fjallskiladeilda Húnabyggðar. Fjallskiladeildir starfi eftir sem áður á sama hátt og venjulega. Nefndin verði fastanefnd með sérstöku erindisbréfi og nauðsynlegar breytingar á samþykktum Húnabyggðar verði gerðar til að breytingin geti öðlast gildi sem fyrst.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagða tillögu um stofnun fjallskilanefndar sem í sitja fjallskilastjórar fjallskiladeilda Húnabyggðar. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að gera tillögu að breytingum samþykkta Húnabyggðar þannig að þessi breyting geti orðið og að lögð verði fram drög að nýju erindisbréfi fjallskilanefndar til samþykktar.

4.Siðareglur Húnabyggðar

2407053

Siðareglur Húnabyggðar - síðari umræða
Sveitarstjórn staðfestir framlagðar siðareglur í annarri umræðu. Sveitarstjóra falið að senda þær til staðfestingar ráðherra ásamt því að setja siðareglurnar á heimasíðu sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

5.Skipulags- og samgöngunefnd Húnabyggðar - 26

2407002F

Fundargerð 26. fundar Skipulags- og samgöngunefndar Húnabyggðar lögð fram til staðfestingar á 40. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liðir 1 og 3 þarfnast sérstakrar afgreiðslu. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
  • Skipulags- og samgöngunefnd Húnabyggðar - 26 Nefndin gerir ekki athugasemdir fyrir sitt leyti og leggur til við sveitarstjórn að umbeðið framkvæmdarleyfi verði veitt. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti að veita framkvæmdaleyfi vegna áforma Rarik.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og samgöngunefnd Húnabyggðar - 26 Nefndin gerir ekki athugasemdir við að umbeðið leyfi sé veitt, og nánari staðsetning á skiltinu verði valin í samráði við byggingafulltrúa.
  • Skipulags- og samgöngunefnd Húnabyggðar - 26 Skipulags- og samgöngunefnd samþykkir tillögu að skipulagslýsingu og leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki lýsinguna til kynningar skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Með fyrirvara um samþykki landeigenda á nýjum efnistökusvæðum.
    Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og samgöngunefnd Húnabyggðar - 26 10. afgreiðslundundur byggingafulltrúa lagður fram til kynningar

6.Byggðarráð Húnabyggðar - 67

2407005F

Fundargerð 67. fundar byggðarráðs Húnabyggðar lögð fram til staðfestingar á 40. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liðir 6 og 7 þarfnast sérstakrar afgreiðslu. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 67 Sigurður Erlingsson ráðgjafi mætti á fundinn undir þessum lið.

    Farið var yfir kostnað við gerð ársreiknings Húnabyggðar fyrir árið 2023.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 67 Tilboð vegna nýrrar fjögurra deildar leikskólabyggingar voru opnuð 25. júní sl. Alls bárust fimm tilboð frá fjórum aðilum. Verkfræðistofan Strendingur sá um útboðið fyrir hönd Húnabyggðar.
    Byggðarráð samþykkir að Strendingur kalli eftir frekari gögnum frá bjóðendum þannig að hægt sé að meta tilboðin endanlega. Stefnt er að því að á næsta fundi sveitarstjórnar í ágústmánuði liggi fyrir endanleg gögn þannig að hægt sé að ganga til samninga. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 67 Byggðarráð tekur undir að endurskoða þurfi reglur um styrki vegna frístundaaksturs og felur sveitarstjóra að gera drög að uppfærðum reglum sem nái til allra barna í dreifbýli Húnabyggðar og leggja þau fyrir næsta fund byggðarráðs.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 67 Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og er tilbúið að leggja til óráðstafað land í eigu Húnabyggðar í verkefnið að því gefnu að tilskilin leyfi fáist.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 67 Byggðarráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kanna forsendur þess að laga heimreið að Enni sem er að hluta til í eigu sveitarfélagsins.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 67 Byggðarráð samþykkir erindi frá Lögreglustjóranum á Norðurlandi vestra varðandi nýja tilhögun almannavarnanefndar í Húnavatnssýslum.

    Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs.

    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 67 Byggðarráð vísar í bókun sveitarstjórnar Húnabyggðar frá 8. ágúst 2023 (Sveitarstjórn Húnabyggðar - 23. fundur - 08.08.2023 | Húnabyggð (hunabyggd.is)) sem er eftirfarandi:
    Í framlögðu áliti Innviðaráðuneytisins í máli IRN22050047, vísar ráðuneytið málinu til Matvælaráðuneytisins að öðru leyti en því er snýr að stjórnsýslulega hlutanum, þ.e. að sveitarstjórn taki ákvörðun um smölun, þar sem um stjórnvaldsákvörðun sé að ræða. Sveitarstjórn Húnabyggðar telur mikilvægt að álit Matvælaráðuneytisins komi fram í formi leiðbeinandi reglna auk þess að leitað verði til Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem nauðsynlegt er að skýra mikilvæg atriði s.s. um réttarstöðu aðila, hvernig standa skuli að fyrirkomulagi á smölun ágangsfjár, óvissu um ástand girðinga, skilgreiningu á ágangi búfjár og fleiri veigamiklum atriðum þar sem gæta þarf að málsmeðferðarreglum stjórnsýslulaga, þ.m.t. um meðalhóf, rannsóknarskyldu og andmælarétt. Samræmdar skilgreiningar á þessum mikilvægu atriðum þurfa að vera fyrirliggjandi og skýrar áður en unnt er að taka afstöðu um viðbragð og verklag vegna smölunar ágangsfjár í sveitarfélaginu. Sveitarstjórn Húnabyggðar leggur áherslu á mikilvægi þess að mótaðar verði samræmdar leiðbeiningar í samræmi við lög og reglur sem við á. Sveitarstjórn áréttar að almennt er lausaganga búfjár, þ.m.t. sauðfjár, heimil í Húnabyggð og að landeigendum ber að gæta þess að girðingar um land þeirra séu fjárheldar.
    Engin frekari tilmæli og/eða reglur hafa verið settar fram af Matvælaráðuneytinu og er því staða málsins sú sama og á síðasta ári.
    Bókun fundar Sveitarstjórn felur landbúnaðarnefnd og fjallskiladeildum að fjalla um þetta mál og skila til byggðarráðs tillögum að bættu verklagi hvað þessi mál varðar. Þá felur sveitarstjórn sveitarstjóra að hlutast til um að skoðun fari fram á girðingum viðkomandi lögbýlis og hvort þær séu fjárheldar.

    Sveitarstjórn áréttar að þetta mál hefur þegar verið tekið fyrir og um það bókað á 23. fundi sveitarstjórnar 8. ágúst 2023.

    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 67 Lagt fram til kynningar.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 67 Lagt fram til kynningar.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 67 Lagt fram til kynningar.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 67 Lagt fram til kynningar.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 67 Lagt fram til kynningar.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 67 Lagt fram til kynningar.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 67 Lagt fram til kynningar.

7.Byggðarráð Húnabyggðar - 68

2407009F

Fundargerð 68. fundar byggðarráðs Húnabyggðar lögð fram til staðfestingar á 40. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 68 Byggðarráð samþykkir fyrir sitt leyti að leyfa akstur torfærubíls yfir ós Blöndu í tengslum við Húnavöku og torfærukeppni sem haldin verður laugardaginn 20. júlí. Passa skal upp á að truflun verði sem minnst fyrir íbúa og lífríki svæðisins og allt mögulegt rask verði lagfært í kjölfarið. Fyrir liggur samþykki Veiðifélags Blöndu og Svartár og sveitarstjóra falið að hafa samband við Lögreglustjóra Norðurlands vestra og Björgunarfélagið Blöndu vegna atriðisins og gæslu á svæðinu.

8.Atvinnu- og menningarnefnd Húnabyggðar - 14

2407008F

Fundargerð 14. fundar Atvinnu- og menningarnefndar Húnabyggðar lögð fram til staðfestingar á 40. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
  • 8.1 2407039 Húnavaka 2024
    Atvinnu- og menningarnefnd Húnabyggðar - 14 Kristín Ingibjörg Lárusdóttir menningar-, íþrótta- og tómstundafulltrúi kom á fundinn undir þessum lið og kynnti dagskrá Húnavöku 2024.
  • 8.2 2406014 Vatnsdæla á refli
    Atvinnu- og menningarnefnd Húnabyggðar - 14 Atvinnu- og menningarnefnd tekur jákvætt í erindið um varðveislu á reflinum. Rætt var um mögulegar leiðir til að varðveita refilinn og leggur nefndin til að starfshópur verði myndaður um framtíð verkefnisins.
  • Atvinnu- og menningarnefnd Húnabyggðar - 14 Atvinnu- og menningarnefnd felur sveitarstjóra að auglýsa umsóknir um tillögur um forgangsverkefni sveitarfélagsins fyrir áfangastaðaáætlun 2024 á heimasíðu sveitarfélagsins. Nefndin mun vinna úr umsóknum íbúa í kjölfarið á næsta fundi. Bókun fundar EA tók ekki þátt í afgreiðslu þessa máls.
  • Atvinnu- og menningarnefnd Húnabyggðar - 14 Elfa Þöll Grétarsdóttir kom á fundinn undir þessum lið og kynnti drög að dagskrá Vatnsdæluhátíðar 2024.
  • 8.5 2206034 Önnur mál
    Atvinnu- og menningarnefnd Húnabyggðar - 14 Rætt var um möguleg framtíðarverkefni á sviði atvinnu og menningar í sveitarfélaginu s.s. skiltagerð í þéttbýli og dreifbýli, götukort og gönguleiðakort.

9.Landbúnaðarnefnd Húnabyggðar - 12

2407010F

Fundargerð 12. fundar Landbúnaðarnefndar Húnabyggðar lögð fram til staðfestingar á 40. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liður 1 þarfnast sérstakrar afgreiðslu. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
  • Landbúnaðarnefnd Húnabyggðar - 12 Landbúnaðarnefnd gerir eftirfarandi tillögu að úthlutun fjármuna til styrkvega:

    Fjallskiladeild Grímstungu og Haukagilsheiðar - 2.800.000 kr.
    Fjallskiladeild Engihlíðarhrepps - 100.000 kr.
    Fjallskiladeild Bólstaðarhlíðarhrepps - 1.000.000 kr.
    Fjallskiladeild Auðkúluheiðar - 300.000 kr.

    Miðað við ástand vega á afréttum Húnabyggðar í vor telur landbúnaðarnefnd æskilegt að úthluta fjármunum í styrkvegagerð þannig að vegir í fjallskiladeild Grímstungu og Haukagilsheiðar séu færir ökutækjum til fjárflutninga eins og í öðrum fjallskiladeildum Húnabyggðar.
    Ástand vega í öðrum fjallskiladeildum í vor var viðunandi en einungis þurfti að fara í minniháttar framkvæmdir.

    Fjallskilastjórnir sjá um framkvæmdir við styrkvegi á sínum svæðum. Vinnu við styrkvegi skal vera lokið fyrir fyrstu göngur og lokafrestur til að skila inn reikningum vegna vinnunnar er 15. október nk. Fjallskilastjórnir skulu jafnframt skila greinargerð um framkvæmdir ársins til sveitarstjóra.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Sveitarstjórn óskar eftir frekari upplýsingum og vísar í afgreiðslu fjallskilastjóra þar sem fjallskiladeild Grímstungu- og Haukagilsheiða er falið að útbúa kostnaðaráætlun fyrir fyrirhugaðar framkvæmdir.

    Samþykkt samhljóða.
  • Landbúnaðarnefnd Húnabyggðar - 12 Landbúnaðarnefnd leggur til að farið verði í söfnun á brotamálmum í sveitarfélaginu með þeim hætti að fólki verði gefinn kostur á að fá gáma til sín þeim að kostnaðarlausu og fylla þá af brotamálmum.
    Skrifstofa Húnabyggðar mun sjá um skráningu og skipulag á söfnuninni, heppilegast væri að hafa söfnunina seinni part ágúst mánaðar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Landbúnaðarnefnd Húnabyggðar - 12 Erindi barst frá íbúa sem gisti í Öndvegi nú í sumar. Ýmislegt er tíundað í því bréfi um smávægilegar lagfæringar sem þarf að ráðast í í Öndvegi svo húsið sé notendavænna. Landbúnaðarnefnd tekur jákvætt í erindið og telur rétt að gera bragarbót á ýmsum atriðum sem nefnd eru á listanum. Erindinu er vísað til afgreiðslu byggðarráðs.

  • 9.4 2206034 Önnur mál
    Landbúnaðarnefnd Húnabyggðar - 12 Umræður urðu á fundinum um girðingarviðhald í sveitarfélaginu og stöðu þess verkefnis.
    Landbúnaðarnefnd óskar eftir því að fá ítarlega sundurliðun á kostnaði við girðingarviðhald í Húnabyggð síðustu tveggja ára.

10.Byggðarráð Húnabyggðar - 69

2407007F

Fundargerð 69. fundar byggðarráðs Húnabyggðar lögð fram til staðfestingar á 40. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 69 Byggðarráð vísar erindinu til stjórnar Húnanets til frekari umfjöllunar.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 69 Byggðarráð vísar málinu til frekari greiningar hjá skipulags- og byggingarfulltrúa.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 69 Byggðarráð samþykkir að setja á sölu tvær eignir við Hnjúkabyggð 27. Annars vegar er um að ræða F2136678 sem ákveðið hefur verið að auglýsa til sölu á 22,5 m.kr. og F2136686 sem ákveðið hefur verið að auglýsa til sölu á 23,5 m.kr. Sveitarstjóra falið að sjá til þess að eignirnar verði auglýstar til sölu sem fyrst.
  • 10.4 2405012 Raflínunefnd
    Byggðarráð Húnabyggðar - 69 Byggðarráð fagnar afgreiðslu Innviðaráðuneytisins þar sem tekið var undir athugasemdir sveitarstjórna Húnabyggðar og Húnaþings vestra, sem báðar mótmæltu áformum um stofnun raflínunefndar vegna lagningar Holtavörðuheiðarlínu 3.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 69 Byggðarráð felur sveitarstjóra að taka saman kostnað vegna orkunotkunar sveitarfélagsins og kanna hvaða möguleikar eru á þjónustu í þessum málaflokki.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 69 Vegagerðin hefur úthlutað Húnabyggð 3.000.000kr. í framkvæmdir við styrkvegi á árinu 2024. Sveitarstjóra falið í samstarfi við fjallskilanefndir og landbúnaðarnefnd að skilgreina þau verkefni sem farið verður í á árinu.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 69 Byggðarráð óskar eftir frekari skýringum á því af hverju hærri styrkur fékkst ekki í aðgengisverkefni Húnabyggðar á síðasta ári og felur sveitarstjóra að kanna forsendur styrkveitingarinnar.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 69 Byggðarráð fagnar því að hafnar séu tilraunir með móttöku heyrúlluplasts og bindur vonir við að þessar tilraunir sem og aðrar sem fyrirhugaðar eru muni verða til þess að lækka sorphirðugjöld íbúa Húnabyggðar.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 69 Heildarmagn til urðunar í Stekkjarvík fer minnkandi sem væntanlega má að einhverju leyti þakka aukinni áherslu á flokkun úrgangs þó blandað sorp frá heimilum aukist milli ára. Byggðarráð vekur athygli á þeirra gríðarlegu aukningu af asbesti, ketilryki og kolasalla sem kemur til urðunar og óskar eftir frekari upplýsingum um ástæður þess. Sveitarstjóra falið að afla þessara upplýsinga.
  • 10.10 2407053 Siðareglur
    Byggðarráð Húnabyggðar - 69 Byggðarráð samþykkir fyrir sitt leyti framlagðar siðareglur kjörinna fulltrúa Húnabyggðar og vísar siðareglunum til staðfestingar sveitarstjórnar.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 69 Lagt fram til kynningar.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 69 Lagt fram til kynningar.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 69 Lagt fram til kynningar.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 69 Lagt fram til kynningar.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 69 Byggðarráð felur sveitarstjóra að óska eftir frekari upplýsingum á bak við fjárhagsáætlun fjallskiladeildar Auðkúluheiðar.

11.Byggðarráð Húnabyggðar - 70

2407011F

Fundargerð 70. fundar byggðarráðs Húnabyggðar lögð fram til staðfestingar á 40. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liður 3 þarfnast sérstakrar afgreiðslu. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.

12.Byggðarráð Húnabyggðar - 71

2408001F

Fundargerð 71. fundar byggðarráðs Húnabyggðar lögð fram til staðfestingar á 40. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 71 Lögð fram gjaldskrá sveitarfélagsins Skagastrandar vegna vistunar leikskóla- og grunnskólabarna á skólaárinu 2024-2025. Byggðarráð óskar eftir því að reikningar vegna þessarar þjónustu verði sundurliðaðir þannig að sjá megi hvernig skipting einstakra kostnaðarliða eru skilgreindir.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 71 Verðkönnun var gerð vegna framkvæmda við Ennisbraut og var hún send á sjö aðila. Eingöngu bárust kostnaðartölur frá einum aðila og voru þær yfir kostnaðaráætlun verksins. Byggðarráð hafnar framlögðum kostnaðartölum og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að leita annarra leiða til að koma verkefninu í framkvæmd sem fyrst.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 71 Byggðarráð samþykkir að setja á sölu eign F2137020 íbúð 010102 við Húnabraut 42. Ásett söluverð skal vera 26.500.000kr. Sveitarstjóra falið að koma eigninni í auglýsingu sem fyrst.

Fundi slitið - kl. 15:59.

Getum við bætt efni þessarar síðu?