68. fundur 17. júlí 2024 kl. 12:00 - 12:17 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Auðunn Steinn Sigurðsson formaður
  • Ragnhildur Haraldsdóttir aðalmaður
  • Zophonías Ari Lárusson aðalmaður
  • Berglind Hlín Baldursdóttir áheyrnarfulltrúi
    Aðalmaður: Jón Gíslason
Starfsmenn
  • Pétur Arason sveitarstjóri
  • Ari Óskar Víkingsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Ari Óskar Víkingsson fulltrúi Húnabyggðar
Dagskrá

1.Erindi frá Torfæruklúbbnum

2407028

Erindi frá Torfæruklúbbnum varðandi möguleika á torfæruatriði yfir Blönduósinn á Húnavöku
Byggðarráð samþykkir fyrir sitt leyti að leyfa akstur torfærubíls yfir ós Blöndu í tengslum við Húnavöku og torfærukeppni sem haldin verður laugardaginn 20. júlí. Passa skal upp á að truflun verði sem minnst fyrir íbúa og lífríki svæðisins og allt mögulegt rask verði lagfært í kjölfarið. Fyrir liggur samþykki Veiðifélags Blöndu og Svartár og sveitarstjóra falið að hafa samband við Lögreglustjóra Norðurlands vestra og Björgunarfélagið Blöndu vegna atriðisins og gæslu á svæðinu.

Fundi slitið - kl. 12:17.

Getum við bætt efni þessarar síðu?