12. fundur 23. júlí 2024 kl. 16:00 - 16:52 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Þuríður Hermannsdóttir ritari
  • Sara Björk Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Birgir Þór Haraldsson formaður
Starfsmenn
  • Pétur Bergþór Arason
  • Ari Óskar Víkingsson
Fundargerð ritaði: Ari Óskar Víkingsson fulltrúi Húnabyggðar
Dagskrá
Guðlaugur Torfi Sigurðarson, áheyrnarfulltrúi, var einnig á fundinum.

1.Tillaga um fjárveitingu styrkvegaframlaga

2407034

Tillaga um fjárveitingu styrkvegaframlaga
Landbúnaðarnefnd gerir eftirfarandi tillögu að úthlutun fjármuna til styrkvega:

Fjallskiladeild Grímstungu og Haukagilsheiðar - 2.800.000 kr.
Fjallskiladeild Engihlíðarhrepps - 100.000 kr.
Fjallskiladeild Bólstaðarhlíðarhrepps - 1.000.000 kr.
Fjallskiladeild Auðkúluheiðar - 300.000 kr.

Miðað við ástand vega á afréttum Húnabyggðar í vor telur landbúnaðarnefnd æskilegt að úthluta fjármunum í styrkvegagerð þannig að vegir í fjallskiladeild Grímstungu og Haukagilsheiðar séu færir ökutækjum til fjárflutninga eins og í öðrum fjallskiladeildum Húnabyggðar.
Ástand vega í öðrum fjallskiladeildum í vor var viðunandi en einungis þurfti að fara í minniháttar framkvæmdir.

Fjallskilastjórnir sjá um framkvæmdir við styrkvegi á sínum svæðum. Vinnu við styrkvegi skal vera lokið fyrir fyrstu göngur og lokafrestur til að skila inn reikningum vegna vinnunnar er 15. október nk. Fjallskilastjórnir skulu jafnframt skila greinargerð um framkvæmdir ársins til sveitarstjóra.

Samþykkt samhljóða.

2.Hreinsunarátak á brotamálmum

2407041

Hreinsunarátak á brotamálmum
Landbúnaðarnefnd leggur til að farið verði í söfnun á brotamálmum í sveitarfélaginu með þeim hætti að fólki verði gefinn kostur á að fá gáma til sín þeim að kostnaðarlausu og fylla þá af brotamálmum.
Skrifstofa Húnabyggðar mun sjá um skráningu og skipulag á söfnuninni, heppilegast væri að hafa söfnunina seinni part ágúst mánaðar.

Samþykkt samhljóða.

3.Erindi vegna Öndvegis

2407042

Erindi vegna Öndvegis
Erindi barst frá íbúa sem gisti í Öndvegi nú í sumar. Ýmislegt er tíundað í því bréfi um smávægilegar lagfæringar sem þarf að ráðast í í Öndvegi svo húsið sé notendavænna. Landbúnaðarnefnd tekur jákvætt í erindið og telur rétt að gera bragarbót á ýmsum atriðum sem nefnd eru á listanum. Erindinu er vísað til afgreiðslu byggðarráðs.

4.Önnur mál

2206034

Umræður urðu á fundinum um girðingarviðhald í sveitarfélaginu og stöðu þess verkefnis.
Landbúnaðarnefnd óskar eftir því að fá ítarlega sundurliðun á kostnaði við girðingarviðhald í Húnabyggð síðustu tveggja ára.

Fundi slitið - kl. 16:52.

Getum við bætt efni þessarar síðu?