14. fundur 17. júlí 2024 kl. 13:00 - 14:53 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Ragnhildur Haraldsdóttir formaður
  • Maríanna Þorgrímsdóttir aðalmaður
  • Guðjón Ebbi Guðjónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Pétur Arason sveitarstjóri
  • Ari Óskar Víkingsson
Fundargerð ritaði: Ari Óskar Víkingsson fulltrúi Húnabyggðar
Dagskrá

1.Húnavaka 2024

2407039

Húnavaka 2024
Kristín Ingibjörg Lárusdóttir menningar-, íþrótta- og tómstundafulltrúi kom á fundinn undir þessum lið og kynnti dagskrá Húnavöku 2024.

2.Vatnsdæla á refli

2406014

Erindi frá Jóhönnu Pálmadóttur varðandi verkefnið Vatnsdæla á refli, vísað frá byggðarráði
Atvinnu- og menningarnefnd tekur jákvætt í erindið um varðveislu á reflinum. Rætt var um mögulegar leiðir til að varðveita refilinn og leggur nefndin til að starfshópur verði myndaður um framtíð verkefnisins.

3.Forgangsverkefni áfangastaðaáætlunar 2024

2407036

Erindi frá Markaðsstofu Norðurlands varðandi forgangsverkefni sveitarfélagsins fyrir áfangastaðaáætun 2024
Atvinnu- og menningarnefnd felur sveitarstjóra að auglýsa umsóknir um tillögur um forgangsverkefni sveitarfélagsins fyrir áfangastaðaáætlun 2024 á heimasíðu sveitarfélagsins. Nefndin mun vinna úr umsóknum íbúa í kjölfarið á næsta fundi.

4.Vatnsdæluhátíð 2024

2407037

Vatnsdæluhátíð 2024
Elfa Þöll Grétarsdóttir kom á fundinn undir þessum lið og kynnti drög að dagskrá Vatnsdæluhátíðar 2024.

5.Önnur mál

2206034

Önnur mál
Rætt var um möguleg framtíðarverkefni á sviði atvinnu og menningar í sveitarfélaginu s.s. skiltagerð í þéttbýli og dreifbýli, götukort og gönguleiðakort.

Fundi slitið - kl. 14:53.

Getum við bætt efni þessarar síðu?