71. fundur 08. ágúst 2024 kl. 14:00 - 14:40 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Auðunn Steinn Sigurðsson formaður
  • Ragnhildur Haraldsdóttir aðalmaður
  • Zophonías Ari Lárusson aðalmaður
  • Jón Gíslason áheyrnarfulltrúi
  • Maríanna Þorgrímsdóttir áheyrnarfulltrúi
    Aðalmaður: Sverrir Þór Sverrisson
Starfsmenn
  • Pétur Arason sveitarstjóri
  • Ari Óskar Víkingsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Ari Óskar Víkingsson fulltrúi Húnabyggðar
Dagskrá

1.Grunn- og leikskólagjöld á Skagaströnd

2408001

Grunn- og leikskólagjöld á Skagaströnd
Lögð fram gjaldskrá sveitarfélagsins Skagastrandar vegna vistunar leikskóla- og grunnskólabarna á skólaárinu 2024-2025. Byggðarráð óskar eftir því að reikningar vegna þessarar þjónustu verði sundurliðaðir þannig að sjá megi hvernig skipting einstakra kostnaðarliða eru skilgreindir.

2.Vegagerð við Ennisbraut

2407050

Vegagerð við Ennisbraut
Verðkönnun var gerð vegna framkvæmda við Ennisbraut og var hún send á sjö aðila. Eingöngu bárust kostnaðartölur frá einum aðila og voru þær yfir kostnaðaráætlun verksins. Byggðarráð hafnar framlögðum kostnaðartölum og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að leita annarra leiða til að koma verkefninu í framkvæmd sem fyrst.

3.Húnabyggð - Sala eigna

2301007

Húnabyggð - Sala eigna
Byggðarráð samþykkir að setja á sölu eign F2137020 íbúð 010102 við Húnabraut 42. Ásett söluverð skal vera 26.500.000kr. Sveitarstjóra falið að koma eigninni í auglýsingu sem fyrst.

Fundi slitið - kl. 14:40.

Getum við bætt efni þessarar síðu?