Dagskrá
1.Fjármál sveitarfélagsins
2211004
Fjármál sveitarfélagsins
2.Útboð vegna nýrrar leikskólabyggingar
2407024
Útboð vegna nýrrar leikskólabyggingar
Tilboð vegna nýrrar fjögurra deildar leikskólabyggingar voru opnuð 25. júní sl. Alls bárust fimm tilboð frá fjórum aðilum. Verkfræðistofan Strendingur sá um útboðið fyrir hönd Húnabyggðar.
Byggðarráð samþykkir að Strendingur kalli eftir frekari gögnum frá bjóðendum þannig að hægt sé að meta tilboðin endanlega. Stefnt er að því að á næsta fundi sveitarstjórnar í ágústmánuði liggi fyrir endanleg gögn þannig að hægt sé að ganga til samninga. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.
Byggðarráð samþykkir að Strendingur kalli eftir frekari gögnum frá bjóðendum þannig að hægt sé að meta tilboðin endanlega. Stefnt er að því að á næsta fundi sveitarstjórnar í ágústmánuði liggi fyrir endanleg gögn þannig að hægt sé að ganga til samninga. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.
3.Fyrirspurn um akstursstyrk
2407018
Fyrirspurn frá íbúa um undanþágu frá lágmarks kílómetrafjölda sem miðast er við til að hljóta styrk vegna frístundaaksturs
Byggðarráð tekur undir að endurskoða þurfi reglur um styrki vegna frístundaaksturs og felur sveitarstjóra að gera drög að uppfærðum reglum sem nái til allra barna í dreifbýli Húnabyggðar og leggja þau fyrir næsta fund byggðarráðs.
4.Kerfill í gamla bænum
2407019
Erindi frá Elfu Þöll um mögulegar leiðir til þess að losna við kerfil í gamla bænum með svínum
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og er tilbúið að leggja til óráðstafað land í eigu Húnabyggðar í verkefnið að því gefnu að tilskilin leyfi fáist.
5.Erindi frá íbúa á Enni 1 vegna vegaframkvæmda
2407022
Erindi frá íbúa á Enni 1 vegna vegaframkvæmda
Byggðarráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kanna forsendur þess að laga heimreið að Enni sem er að hluta til í eigu sveitarfélagsins.
6.Almannavarnanefnd í Húnavatnssýslum
2407015
Erindi frá Lögreglustjóranum á Norðurlandi vestra varðandi tilhögun almannavarnanefndar í Húnavatnssýslum
Byggðarráð samþykkir erindi frá Lögreglustjóranum á Norðurlandi vestra varðandi nýja tilhögun almannavarnanefndar í Húnavatnssýslum.
7.Erindi frá íbúa vegna ágangsfjár
2407023
Erindi frá íbúa vegna ágangsfjár
Byggðarráð vísar í bókun sveitarstjórnar Húnabyggðar frá 8. ágúst 2023 (Sveitarstjórn Húnabyggðar - 23. fundur - 08.08.2023 | Húnabyggð (hunabyggd.is)) sem er eftirfarandi:
Í framlögðu áliti Innviðaráðuneytisins í máli IRN22050047, vísar ráðuneytið málinu til Matvælaráðuneytisins að öðru leyti en því er snýr að stjórnsýslulega hlutanum, þ.e. að sveitarstjórn taki ákvörðun um smölun, þar sem um stjórnvaldsákvörðun sé að ræða. Sveitarstjórn Húnabyggðar telur mikilvægt að álit Matvælaráðuneytisins komi fram í formi leiðbeinandi reglna auk þess að leitað verði til Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem nauðsynlegt er að skýra mikilvæg atriði s.s. um réttarstöðu aðila, hvernig standa skuli að fyrirkomulagi á smölun ágangsfjár, óvissu um ástand girðinga, skilgreiningu á ágangi búfjár og fleiri veigamiklum atriðum þar sem gæta þarf að málsmeðferðarreglum stjórnsýslulaga, þ.m.t. um meðalhóf, rannsóknarskyldu og andmælarétt. Samræmdar skilgreiningar á þessum mikilvægu atriðum þurfa að vera fyrirliggjandi og skýrar áður en unnt er að taka afstöðu um viðbragð og verklag vegna smölunar ágangsfjár í sveitarfélaginu. Sveitarstjórn Húnabyggðar leggur áherslu á mikilvægi þess að mótaðar verði samræmdar leiðbeiningar í samræmi við lög og reglur sem við á. Sveitarstjórn áréttar að almennt er lausaganga búfjár, þ.m.t. sauðfjár, heimil í Húnabyggð og að landeigendum ber að gæta þess að girðingar um land þeirra séu fjárheldar.
Engin frekari tilmæli og/eða reglur hafa verið settar fram af Matvælaráðuneytinu og er því staða málsins sú sama og á síðasta ári.
Í framlögðu áliti Innviðaráðuneytisins í máli IRN22050047, vísar ráðuneytið málinu til Matvælaráðuneytisins að öðru leyti en því er snýr að stjórnsýslulega hlutanum, þ.e. að sveitarstjórn taki ákvörðun um smölun, þar sem um stjórnvaldsákvörðun sé að ræða. Sveitarstjórn Húnabyggðar telur mikilvægt að álit Matvælaráðuneytisins komi fram í formi leiðbeinandi reglna auk þess að leitað verði til Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem nauðsynlegt er að skýra mikilvæg atriði s.s. um réttarstöðu aðila, hvernig standa skuli að fyrirkomulagi á smölun ágangsfjár, óvissu um ástand girðinga, skilgreiningu á ágangi búfjár og fleiri veigamiklum atriðum þar sem gæta þarf að málsmeðferðarreglum stjórnsýslulaga, þ.m.t. um meðalhóf, rannsóknarskyldu og andmælarétt. Samræmdar skilgreiningar á þessum mikilvægu atriðum þurfa að vera fyrirliggjandi og skýrar áður en unnt er að taka afstöðu um viðbragð og verklag vegna smölunar ágangsfjár í sveitarfélaginu. Sveitarstjórn Húnabyggðar leggur áherslu á mikilvægi þess að mótaðar verði samræmdar leiðbeiningar í samræmi við lög og reglur sem við á. Sveitarstjórn áréttar að almennt er lausaganga búfjár, þ.m.t. sauðfjár, heimil í Húnabyggð og að landeigendum ber að gæta þess að girðingar um land þeirra séu fjárheldar.
Engin frekari tilmæli og/eða reglur hafa verið settar fram af Matvælaráðuneytinu og er því staða málsins sú sama og á síðasta ári.
8.Gjaldfrjálsar skólamáltíðir
2407010
Minnisblað og viljayfirlýsing frá SÍS varðandi gjaldfrjálsar skólamáltíðir
Lagt fram til kynningar.
9.Kjarasamningar SÍS 2024-2028
2407009
Kjarasamningar SÍS 2024-2028
Lagt fram til kynningar.
10.Ársreikningur Eyvindarstaðaheiði ehf. 2023
2407008
Ársreikningur Eyvindarstaðaheiði ehf. 2023
Lagt fram til kynningar.
11.Fundargerðir 949. og 950. fundar stjórnar SÍS
2407016
Fundargerðir 949. og 950. fundar stjórnar SÍS
Lagt fram til kynningar.
12.Fundargerð 73. fundar stjórnar samtaka orkusveitarfélaga
2407014
Fundargerð 73. fundar stjórnar samtaka orkusveitarfélaga
Lagt fram til kynningar.
13.Fundargerð 110. fundar stjórnar SSNV
2407013
Fundargerð 110. fundar stjórnar SSNV
Lagt fram til kynningar.
14.Fundargerð 23. fundar fagráðs um málefni fatlaðs fólks
2407012
Fundargerð 23. fundar fagráðs um málefni fatlaðs fólks
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 15:13.
Farið var yfir kostnað við gerð ársreiknings Húnabyggðar fyrir árið 2023.