Dagskrá
1.Umsókn um framkvæmdaleyfi í Húnabyggð fyrir lokun vatnsaflsvirkjunar við Laxárvatn
2406032
Með innsendu erindi óskar RARIK eftir framkvæmdarleyfi samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Nefndin gerir ekki athugasemdir fyrir sitt leyti og leggur til við sveitarstjórn að umbeðið framkvæmdarleyfi verði veitt.
2.Umsókn frá Vegagerðinni um uppsetningu á skilti.
2407002
Með innsendu erindi óska Vegagerðin eftir leyfi til uppsetningar á skilti fyrir veðurupplýsingar sem mun birta upplýsingar frá veðurstöðvum á Vatnsskarði og Þverárfjalli samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við að umbeðið leyfi sé veitt, og nánari staðsetning á skiltinu verði valin í samráði við byggingafulltrúa.
3.Breyting á aðalskipulagi Húnavatnshrepps, Blöndulína 3
2407001
Tekin er til umfjöllunar tillaga að skipulagslýsingu aðalskipulagsbreytingar Húnavatnshrepps (núv. Húnabyggðar) dags. 10. júní s.l. vegna Blöndulínu 3.
Landsnet hefur óskað eftir því að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Húnavatnshrepps 2012 ? 2022 vegna Blöndulínu 3. Um er að ræða 220 kV loftlínu sem liggur um Húnabyggð á um 18 km löngum kafla frá Blöndustöð austur í Skagafjörð um Kiðaskarð niður í Mælifellsdal.
Breyting á aðalskipulagi felst í því að legu Blöndulínu 3 er breytt í aðalskipulagi auk þess sem lýsingu lagnarleiðarinnar er breytt. Þá verða skilgreind fjögur ný efnistökusvæði vegna byggingu línunnar.
Landsnet hefur óskað eftir því að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Húnavatnshrepps 2012 ? 2022 vegna Blöndulínu 3. Um er að ræða 220 kV loftlínu sem liggur um Húnabyggð á um 18 km löngum kafla frá Blöndustöð austur í Skagafjörð um Kiðaskarð niður í Mælifellsdal.
Breyting á aðalskipulagi felst í því að legu Blöndulínu 3 er breytt í aðalskipulagi auk þess sem lýsingu lagnarleiðarinnar er breytt. Þá verða skilgreind fjögur ný efnistökusvæði vegna byggingu línunnar.
Skipulags- og samgöngunefnd samþykkir tillögu að skipulagslýsingu og leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki lýsinguna til kynningar skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Með fyrirvara um samþykki landeigenda á nýjum efnistökusvæðum.
Með fyrirvara um samþykki landeigenda á nýjum efnistökusvæðum.
4.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 10
2407003F
10. afgreiðslundundur byggingafulltrúa lagður fram til kynningar
Fundi slitið - kl. 15:30.