69. fundur 25. júlí 2024 kl. 13:00 - 14:51 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Auðunn Steinn Sigurðsson formaður
  • Ragnhildur Haraldsdóttir aðalmaður
  • Zophonías Ari Lárusson aðalmaður
  • Jón Gíslason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Arason sveitarstjóri
  • Ari Óskar Víkingsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Ari Óskar Víkingsson fulltrúi Húnabyggðar
Dagskrá
Sverrir Þór Sverrisson, áheyrnarfulltrúi, boðaði forföll.

Í byrjun fundar óskaði formaður byggðarráðs eftir því að bæta við einu máli á dagskrá: Fjárhagsáætlun fjallskiladeildar Auðkúluheiðar og það mál yrði dagskrárliður nr. 15

Samþykkt samhljóða.

1.Erindi frá fjarskiptasjóði

2407043

Erindi frá fjarskiptasjóði varðandi tilboð um styrk til að ljúka lagningu ljósleiðara
Byggðarráð vísar erindinu til stjórnar Húnanets til frekari umfjöllunar.

2.Hönnun nýrrar leikskólalóðar

2407035

Tilboð vegna hönnunar nýrrar leikskólalóðar
Byggðarráð vísar málinu til frekari greiningar hjá skipulags- og byggingarfulltrúa.

3.Verðmat á íbúðir Hnjúkabyggð 27

2407048

Verðmat á tvær íbúðir sveitarfélagsins í Hnjúkabyggð 27
Byggðarráð samþykkir að setja á sölu tvær eignir við Hnjúkabyggð 27. Annars vegar er um að ræða F2136678 sem ákveðið hefur verið að auglýsa til sölu á 22,5 m.kr. og F2136686 sem ákveðið hefur verið að auglýsa til sölu á 23,5 m.kr. Sveitarstjóra falið að sjá til þess að eignirnar verði auglýstar til sölu sem fyrst.

4.Raflínunefnd

2405012

Svar ráðuneytisins við beiðni Landsnets um stofnun raflínunefndar vegna Holtavörðuheiðarlínu 3
Byggðarráð fagnar afgreiðslu Innviðaráðuneytisins þar sem tekið var undir athugasemdir sveitarstjórna Húnabyggðar og Húnaþings vestra, sem báðar mótmæltu áformum um stofnun raflínunefndar vegna lagningar Holtavörðuheiðarlínu 3.

5.Samningur um raforkusölu

2407031

Samningamál sveitarfélagsins um raforkusölu
Byggðarráð felur sveitarstjóra að taka saman kostnað vegna orkunotkunar sveitarfélagsins og kanna hvaða möguleikar eru á þjónustu í þessum málaflokki.

6.Umsóknir um styrkvegaframlög

2407034

Umsóknir um styrkvegaframlög
Vegagerðin hefur úthlutað Húnabyggð 3.000.000kr. í framkvæmdir við styrkvegi á árinu 2024. Sveitarstjóra falið í samstarfi við fjallskilanefndir og landbúnaðarnefnd að skilgreina þau verkefni sem farið verður í á árinu.

7.Svar Jöfnunarsjóðs við umsókn vegna bætts aðgengis fatlaðs fólks

2407045

Svar Jöfnunarsjóðs við umsókn vegna bætts aðgengis fatlaðs fólks
Byggðarráð óskar eftir frekari skýringum á því af hverju hærri styrkur fékkst ekki í aðgengisverkefni Húnabyggðar á síðasta ári og felur sveitarstjóra að kanna forsendur styrkveitingarinnar.

8.Stöðuskýrsla í úrgangsmálum

2407032

Stöðuskýrsla í úrgangsmálum síðastliðið ár frá PureNorth
Byggðarráð fagnar því að hafnar séu tilraunir með móttöku heyrúlluplasts og bindur vonir við að þessar tilraunir sem og aðrar sem fyrirhugaðar eru muni verða til þess að lækka sorphirðugjöld íbúa Húnabyggðar.

9.Norðurá - minnisblað fundargerða og samantekt urðurnartalna

2407029

Norðurá - minnisblað fundargerða og samantekt urðurnartalna
Heildarmagn til urðunar í Stekkjarvík fer minnkandi sem væntanlega má að einhverju leyti þakka aukinni áherslu á flokkun úrgangs þó blandað sorp frá heimilum aukist milli ára. Byggðarráð vekur athygli á þeirra gríðarlegu aukningu af asbesti, ketilryki og kolasalla sem kemur til urðunar og óskar eftir frekari upplýsingum um ástæður þess. Sveitarstjóra falið að afla þessara upplýsinga.

10.Siðareglur

2407053

Siðareglur
Byggðarráð samþykkir fyrir sitt leyti framlagðar siðareglur kjörinna fulltrúa Húnabyggðar og vísar siðareglunum til staðfestingar sveitarstjórnar.

11.Erindi frá Lögreglustjóranum á Norðurlandi vestra

2407030

Erindi frá Lögreglustjóranum á Norðurlandi vestra vegna breytingar á reglugerð nr. 660/2017 um rannsóknarforræði manndráps og kynferðisbrota en þessir málaflokkar heyra nú undir Lögreglustjórann á Norðurlandi vestra
Lagt fram til kynningar.

12.Ný þjóðhagsspá Hagstofu

2407044

Ný þjóðhagsspá Hagstofu
Lagt fram til kynningar.

13.Ársreikningur Tónlistarskóla A-Hún 2023

2407046

Ársreikningur Tónlistarskóla A-Hún 2023
Lagt fram til kynningar.

14.Fundargerð samráðsnefndar SNS og BSRB

2407047

Fundargerð samráðsnefndar SNS og BSRB
Lagt fram til kynningar.

15.Fjárhagsáætlun fjallskiladeildar Auðkúluheiðar

2407052

Fjárhagsáætlun fjallskiladeildar Auðkúluheiðar
Byggðarráð felur sveitarstjóra að óska eftir frekari upplýsingum á bak við fjárhagsáætlun fjallskiladeildar Auðkúluheiðar.

Fundi slitið - kl. 14:51.

Getum við bætt efni þessarar síðu?