Dagskrá
1.Til umsagnar 268. mál frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis
2504008
Til umsagnar 268. mál frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis
Sveitarstjóra falið að senda umsögn.
2.Húnavellir
2411042
Húnavellir
Bókun fulltrúa í minnihluta sveitarstjórnar:
Á sveitarstjórnarfundi þann 11.mars síðastliðinn var samþykkt undir lið 4.5 í fundargerð, að gefa aðila sem hafði gert kauptilboð í eignir sveitarfélagsins á Húnavöllum sem undirritað var 25.02.2025, frest til 18.3.2025 til að sýna framá fjármögnun kaupanna og til að leggja fram upplýsingar um framtíðaráform fyrirhugaðrar starfsemi á Húnavöllum.
Undirrituðum er kunnugt um að viðkomandi aðili hafi síðan lagt fram nýtt og breytt tilboð í eignirnar á Húnavöllum sem þyrfti að taka afstöðu til fyrir miðnætti annan apríl síðastliðinn.
Að kvöldi annars apríl upplýsir sveitarstjóri Húnabyggðar okkur í minnihlutanum um að á fundi meirihluta sveitarstjórnar hafi verið ákveðið að taka ekki þessu tilboði í eignirnar á Húnavöllum.
Þar sem sala eignanna á Húnavöllum er eitt af stærstu viðfangsefnum þessarar sveitarstjórnar teljum við undirrituð að það séu með öllu óboðleg vinnubrögð af hálfu meirihlutans að hafa ekki boðað til aukasveitarstjórnarfundar til að afgreiða þetta mál og gefa öllun sveitarstjórnarmönnum kost á að taka þátt í umfjöllun og ákvarðanatöku um málið.
.
Jón Gíslason
Elín Aradóttir
Sverrir Þór Sverrisson
ASS óskaði eftir fundarhléi 15:18
Fundur hélt áfram 15:35
Meirihluti sveitarstjórnar vill árétta að öllum sveitarstjórnarfulltrúum var tilkynnt um væntanlegt nýtt kauptilboð með tölvupósti þann 22. mars sl. Það var mat meirihluta sveitarstjórnar að boða ekki til aukasveitarstjórnarfundar vegna hins nýja kauptilboðs. Meirihlutinn vill þó benda á að minnihluta sveitarstjórnar hefði verið í lófa lagið að óska eftir aukafundi vegna málsins, í samræmi við 1. mgr. 14. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
Fyrir fundinum lá leigusamningur um leigu á eignum sveitarfélagsins að Húnavöllum sem samþykktur var samhljóða. Á undanförnum vikum og mánuðum hafa áhugasamir aðilar verið að sýna eignunum mikinn áhuga og tilboð hafa borist, en ekki hefur náðst að gera endanlegt samkomulag og því ákveðið að leigja eignirnar tímabundið. Eiginir sveitarfélagsins á Húnavöllum eru eftir sem áður til sölu.
Á sveitarstjórnarfundi þann 11.mars síðastliðinn var samþykkt undir lið 4.5 í fundargerð, að gefa aðila sem hafði gert kauptilboð í eignir sveitarfélagsins á Húnavöllum sem undirritað var 25.02.2025, frest til 18.3.2025 til að sýna framá fjármögnun kaupanna og til að leggja fram upplýsingar um framtíðaráform fyrirhugaðrar starfsemi á Húnavöllum.
Undirrituðum er kunnugt um að viðkomandi aðili hafi síðan lagt fram nýtt og breytt tilboð í eignirnar á Húnavöllum sem þyrfti að taka afstöðu til fyrir miðnætti annan apríl síðastliðinn.
Að kvöldi annars apríl upplýsir sveitarstjóri Húnabyggðar okkur í minnihlutanum um að á fundi meirihluta sveitarstjórnar hafi verið ákveðið að taka ekki þessu tilboði í eignirnar á Húnavöllum.
Þar sem sala eignanna á Húnavöllum er eitt af stærstu viðfangsefnum þessarar sveitarstjórnar teljum við undirrituð að það séu með öllu óboðleg vinnubrögð af hálfu meirihlutans að hafa ekki boðað til aukasveitarstjórnarfundar til að afgreiða þetta mál og gefa öllun sveitarstjórnarmönnum kost á að taka þátt í umfjöllun og ákvarðanatöku um málið.
.
Jón Gíslason
Elín Aradóttir
Sverrir Þór Sverrisson
ASS óskaði eftir fundarhléi 15:18
Fundur hélt áfram 15:35
Meirihluti sveitarstjórnar vill árétta að öllum sveitarstjórnarfulltrúum var tilkynnt um væntanlegt nýtt kauptilboð með tölvupósti þann 22. mars sl. Það var mat meirihluta sveitarstjórnar að boða ekki til aukasveitarstjórnarfundar vegna hins nýja kauptilboðs. Meirihlutinn vill þó benda á að minnihluta sveitarstjórnar hefði verið í lófa lagið að óska eftir aukafundi vegna málsins, í samræmi við 1. mgr. 14. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
Fyrir fundinum lá leigusamningur um leigu á eignum sveitarfélagsins að Húnavöllum sem samþykktur var samhljóða. Á undanförnum vikum og mánuðum hafa áhugasamir aðilar verið að sýna eignunum mikinn áhuga og tilboð hafa borist, en ekki hefur náðst að gera endanlegt samkomulag og því ákveðið að leigja eignirnar tímabundið. Eiginir sveitarfélagsins á Húnavöllum eru eftir sem áður til sölu.
3.Byggðarráð Húnabyggðar - 99
2503003F
Fundargerð 99. fundar Byggðarráðs Húnabyggðar lögð fram til staðfestingar á 51. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liðir 1,2,3 og 8 þarfnast sérstakrar afgreiðslu. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 99 Sigurður Erlingsson kom inn á fundinn undir þessum lið og fór yfir þann kostnað sem hlýst af nýgerðum kjarasamningum við kennara. Bókun fundar Samkvæmt úttekt KPMG eru áhrif nýrra kjarasamninga við kennara u.þ.b. 30 milljónir til hækkunar á árinu 2025 sem rúmast innan þeirra hækkanna sem fjárhagsáætlun Húnabyggðar gerði ráð fyrir á árinu 2025.
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 99 Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja að taka yfir rekstur Heimilisiðnaðarsafnsins en sveitarfélagið Skagaströnd og Samband austur-húnverskra kvenna (SAHK) hafa ákveðið að segja sig frá stofnuninni. Ákvörðun þessi er tekin samhliða slitum á byggðasamlögum.
Bókun fundar Sveitarstjórn fagnar því að loksins er komin niðurstaða í framtíðar rekstrargrundvöll Heimilis-iðnaðarsafnsins en ljóst er þó að þetta mun þýða aukinn kostnað fyrir sveitarfélagið þar sem Húnabyggð mun núna eitt standa að rekstri safnsins. Þá er ennþá eftir að skilgreina framtíðar rekstarform safnsins og annarra safna sem heyra undir Húnabyggð.
Viðauki nr. 2, hækkun á framlagi til Heimilisiðnaðarsafnsins upp á 2,5 milljónir kr. sem mætt verður með aukningu á framlagi til menningarmála í fjárhagsáætlun Húnabyggðar.
Viðauki staðfestur af sveitarstjórn Húnabyggðar með níu atkvæðum samhljóða.
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 99 Byggðarráð fagnar því að Húnabyggð hafi fengið 13,4 milljóna styrk vegna sértækra verkefna á sóknaráætlunarsvæðum (C1) en verkefnið sem fékk styrk tengist uppbyggingu í gamla bænum. Þessi styrkur mun hjálpa þeirri uppbyggingu mikið sem þar stendur yfir. Bókun fundar Sveitarstjórn tekur undir bókun byggðarráðs og fangar nýfengnum C1 styrk vegna uppbyggingar í gamla bænum. Samkvæmt umsókn Húnabyggðar um styrkinn er þetta markmið verkefnisins:
,,Markmið verkefnisins er að hanna sýn/leikmynd á endurgerð gamla bæjarins á Blönduósi og þróa söguleiðsögn með það að markmiði að efla ferðaþjónustu á svæðinu og skapa ný störf í sveitarfélagi sem stendur frammi fyrir miklum áskorunum í atvinnumálum. Verkefnið skiptist í fjóra verkþætti: öflun gagna um sögu gamla bæjarins, hönnunarvinnu arkitekta, gerð söguleiðsagnar í appi og kynningu á niðurstöðum og markaðssetning.
Mikil uppbygging hefur verið í gamla bænum á undanförnum árum og nokkrir rekstraraðilar hafa þar byggt upp öfluga þjónustu sem byggja má enn frekar upp ásamt því að fleiri aðilar komi inn á svæðið. Sveitarstjórn vill þakka SSNV fyrir aðstoðina við gerð umsóknarinnar en ljóst er að gamli bærinn getur orðið einn sterkasti segull svæðisins fyrir áhugasama gesti sem vilja sækja Húnabyggð heim.
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 99 ASS vék af fundi undir þessum lið.
Byggðarráð samþykkir erindið sem snýst um að setja upp ný leiktjöld og drapperingar í bíósal félagsheimilisins. -
Byggðarráð Húnabyggðar - 99 Fyrir fundinum lá skýrsla frá Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála vegna akstursþjónustu fatlaðra og eldri borgara. Byggðarráð felur félagsmálastjóra að skoða athugasemdir sem koma fram í skýrslunni og koma með hugmyndir að úrbótum. Byggðarráð felur jafnframt sveitarstjóra að setja af stað verkefni til að bæta þjónustuna.
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 99 Byggðarráð fór yfir erindið og felur sveitarstjóra að svara erindinu samkvæmt fyrirmælum byggðarráðs.
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 99 Ræddir voru möguleikar sveitarfélagsins að hjálpa til hvað varðar þá stöðu sem komin er upp vegna lokunar sláturhússins. Ýmsir aðilar hafa sett sig í samband við starfsmenn og kjörna fulltrúa sveitarfélagsins með hugmyndir um hvernig hægt væri að nota það húsnæði sem sláturhúsið hefur notað. Að svo komnu máli eru þetta einungis hugmyndir og þreifingar og ekkert ennþá sem hönd á festir. Sveitarfélagið mun halda þessum samtölum áfram og er opið fyrir því að ræða slíkar hugmyndir við áhugasama aðila. Þá mun sveitarfélagið einnig ræða málefni húsnæðisins sérstaklega við KN með það fyrir augum að liðka til fyrir notkun nýrra aðila af húsnæðinu eða hluta þess.
Á sama tíma hefur sveitarfélagið hitt forsvarsmenn KN hér á Blönduósi til að ræða hvernig sveitarfélagið geti aðstoðað starfsmenn fyrirtækisins hér. Fyrirhugð er að halda fund strax á morgun með starfsmönnum KN.
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 99 Kjósa þarf nýja stjórn í Fjarskiptafélag Skagabyggðar. Vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Oddviti sveitarstjórnar leggur fram tillögu um að stjórn Fjarskiptafélags Skagabyggðar ehf. verið skipuð sömu stjórn og Húnanet en það eru; Auðunn Steinn Sigurðsson, Zophonías Ari Lárusson og Ragnhildur Haraldsdóttir. Samþykkt með sex atkvæðum, þrír sátu hjá (EA, JG, SÞS)
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 99 Lagt fram til kynningarþ. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 99 Byggðarráð tekur jákvætt í erindið um að taka þátt og vera upplýst um verkefnið.
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 99 Byggðarráð skipar sveitarstjóra, Pétur Arason, sem fulltrúa Húnabyggðar á aukafund fulltrúaráðs EBÍ.
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 99 Fyrir fundinum lá ósk frá SSNV um að senda inn breytingatillögur á samþykktum og/eða þingsköpum SSNV. Byggðarráð hefur engar tillögur hvað varðar breytingar á samþykktum og/eða þingsköpum SSNV.
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 99 Lagt fram til kynningar
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 99 Lagt fram til kynningar
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 99 Lagt fram til kynningar
4.Skipulags- og samgöngunefnd Húnabyggðar - 35
2503005F
Fundargerð 35. fundar Skipulags- og samgöngunenfdar Húnabyggðar lögð fram til staðfestingar á 51. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liðir 2 og 3 þarfnast sérstakrar afgreiðslu. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
-
Skipulags- og samgöngunefnd Húnabyggðar - 35 Farið var yfir drög af landnýtingarflokkum í þéttbýli og dreifbýli ásamt merkingum á gönguleiðum ofl.
-
Skipulags- og samgöngunefnd Húnabyggðar - 35 Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að farið verði með breytinguna sem óverulega breytingu á aðalskipulagi í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem hún hefur ekki verulegar breytingar á landnotkun í för með sér eða áhrif á einstaka aðila eða stór svæði. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði send Skipulagsstofnun til samþykktar með fyrirvara um samþykki landeiganda. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulags- og samgöngunefndar og felur byggingar- og skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun tillögu nefndarinnar til samþykktar.
-
Skipulags- og samgöngunefnd Húnabyggðar - 35 Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagslýsing vegna breytingar á aðalskipulagi verði kynnt íbúum og hagsmunaaðilum í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um samþykki landeiganda. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulags- og samgöngunefndar og felur byggingar- og skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun tillögu nefndarinnar til samþykktar.
- 4.4 2503028 Umhverfis- og samgöngunefnd sendir til umsagnar 147. mál - Skipulag haf- og strandsvæða og skipulagslögSkipulags- og samgöngunefnd Húnabyggðar - 35 Lagt fram til kynningar.
5.Byggðarráð Húnabyggðar - 100
2503006F
Fundargerð 100. fundar Byggðarráðs Húnabyggðar lögð fram til staðfestingar á 51. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liðir 1,4 og 10 þarfnast sérstakrar afgreiðslu. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 100 Fyrir fundinum lá kostnaðaráætlun vegna breytinga á Húnabraut 5 sem sveitarfélagið keypti af Ámundakinn ehf sem verður framtíðar stjórnsýsluhús sveitarfélagsins. Hnjúkabyggð 33 var seld til Fasteinga ríkisins til að liðka til fyrir sýslumannsembættinu sem þurfti meira pláss vegna fjölgunar starfsmanna. Þá var einnig gert ráð fyrir því í tillögu sameiningarnefndar við sameiningu Húnavatnshrepps og Blönduósbæjar að stjórnsýslu nýs sveitarfélags yrði fundinn nýr staður. Verkefnið gengur vel en ljóst er að kostnaður verður meiri en áætlað var þar sem ástand hússins var verra en ráð var fyrir gert. Setja þurfti gólfhita í öll gólf þar sem ofnalagnir í veggjum voru ónýtar, þakið í eldri byggingunni lekur, skipta þarf um rúður o.fl. Mestu grófframkvæmdirnar eru langt komnar og er t.d. búið að byggja nýtt lyftuhús, opna lokuð rými, opna stórt hurðargat á vesturhlið og leggja allar gólfhitalagnir. Raflagna- og pípulagningarvinna er komin vel á veg og frágangsvinna á efri hæð þar sem skrifstofa sveitarfélagsins verður er hafin. Framkvæmdir sem búnar eru standa í u.þ.b. 40 milljónum.
Samþykkt var að gera viðauka við fjárhagsáætlun vegna þessara verkþátta sem lagðir verða fyrir á næstunni. Frekari umræðu um kostnaðaráætlunina er vísað til næsta fundar byggðarráðs.
Bókun fundar Bókun meirihluta:
Fyrir liggur að kostnaðaráætlun vegna breytinga á Húnabraut 5, sem framtíðar stjórnsýsluhús sveitarfélagsins, er hærri en fyrst var áætlað. Eignin sem var í eigu Ámundakinnar ehf. var keypt þar sem Hnjúkabyggð 33 var seld til Fasteigna ríkisins til að liðka til fyrir sýslumannsembættinu sem þurfti meira pláss vegna fjölgunar starfsmanna. Þá var einnig gert ráð fyrir því í tillögu sameiningarnefndar við sameiningu Húnavatnshrepps og Blönduósbæjar að stjórnsýslu nýs sveitarfélags yrði fundinn nýr staður. Verkefnið hefur gengur vel en ljóst er að kostnaður verður meiri en áætlað var þar sem ástand hússins var verra en ráð var fyrir gert. Setja þurfti gólfhita í öll gólf þar sem ofnalagnir í veggjum voru ónýtar, þakið í eldri byggingunni lekur, skipta þarf um rúður o.fl. Af þessum orsökum er ákveðið að veita auka fjárheimild til verkefnisins upp á 60 milljónir sem fjármagnað verður með því að minnka fjármagn í aðrar framkvæmdir í núverandi fjárhagsáætlun um 30 milljónir og með því að hækka fjárfestingaáætlun árins 2025 um 30 milljónir.
Viðauki nr. 1, hækkun á fjárfestingu vegna nýs stjórnsýlsuhúss um 60 milljónir kr. sem verður mætt með lækkun á öðrum framkvæmdum um 30 milljónir kr. og með hækkun fjárfestingaupphæðar ársins 2025 um 30 milljónir kr.
Samþykkt með 6 atkvæðum. Þrír sátu hjá (EA,JG,SÞS)
EA óskaði eftir fundarhléi 16:05
Fundurinn hélt áfram 16:22
Viðauki staðfestur af sveitarstjórn Húnabyggðar með 6 atkvæðum samhljóða. þrír sátu hjá (EA,JG,SÞS)
Minnihluti gerir grein fyrir atkvæði sínu:
Kostnaðaráætlun fyrir nýja skrifstofuaðstöðu sveitarfélagsins, hefur nú verið uppfærð, en framkvæmdir hafa þegar staðið yfir um margra mánaða skeið. Uppfærð áætlun hljóðar upp á 100 milj.kr. heildarkostnað á árinu 2025. Því miður virðist þannig stefna í að verkið fari um 60 milj.kr. fram úr upphaflegri áætlun, sem samþykkt var af sveitarstjórn í fjárhagsáætlunargerð fyrir yfirstandandi ár.
Minnihlutinn telur að undirbúningi og kostnaðargreiningu fyrir umrætt verkefni hafi verið verulega ábótavant og frávik frá fjárfestingaáætlun sveitarfélagsins séu óeðlilega há. Einnig hafi of seint verið brugðist við fyrirséðri framúrkeyrslu verkefnisins. Því kjósum við undirrituð að sitja hjá við afgreiðslu viðauka vegna verkefnisins.
Jón Gíslason
Elín Aradóttir
Sverrir Þór Sverrisson
ZAL óskaði eftir fundarhléi 16:35
Fundurinn hélt áfram 16:45
Meirihlutinn vill benda fulltrúum minnihlutans á að ekki er um framúrkeyrslu á verkinu að ræða þar sem ekki er búið að framkvæma fyrir þá upphæð sem áætluð var í fjárhagsáætlun þe. 40 milljónir, og var það ákvörðun fundarins hér í dag að auka fjármagn í verkið til þess að hægt sé að ljúka því sem fyrst með þeim viðbótarverkefnum sem þarf.
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 100 Vísað til bókunar í lið 1. í þessari fundargerð um stöðu verkefnisins og áætluð verklok við þann áfanga að koma skrifstofu Húnabyggðar inn í húsnæðið er í maí mánuði. Ákvarðanir um verkframkvæmdir og lokatímasetningu vegna flutnings félagsþjónustu Húnabyggðar inn í húsnæðið liggja ekki fyrir að svo stöddu. Öll leyfi vegna framkvæmdanna eru eins og reglur gera ráð fyrir og yfirumsjón með verkefninun er í höndum sveitarstjóra.
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 100 Fundargerð vinnuhóps um húsnæðismál grunn- og leikskóla var lögð fram til kynningar. Vinnuhópurinn mun halda áfram sínu starfi og skila hugmyndum til byggðarráðs fljótlega.
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 100 Sveitarfélagið hefur haft milligöngu um atvinnuleit núverandi starfsmanna KN sem sagt var upp störfum á dögunum. Sú vinna hefur gengið vel og eru nú þegar nokkrir komnir með vinnu og eru viðtökur atvinnurekenda á svæðinu mjög jákvæðar. Bókun fundar Frá því að 23 af 27 starfsmönnum Kjarnafæði Norðlenska var sagt upp á Blönduósi þann 28. febrúar s.l. hafa starfsmenn skrifstofu Húnabyggðar verið að vinna að því að tengja saman starfsmenn Kjarnafæði Norðlenska við önnur störf á svæðinu, en það er stuðningur frá sveitarfélaginu Húnabyggð við þessum niðurskurði. Félagsmálastjóri frá félags- og skólaþjónustunni kom einnig að þessu og kynnti fyrir starfsfólkinu þá þjónustu sem er í boði hjá þeim. Búið er að hafa samband við nokkur fyrirtæki á svæðinu sem flest hafa tekið vel í samstarf og auglýst strax laus störf til að þessir starfsmenn hafi tækifæri á að sækja um. Með þessari vinnu höfum við höfum haft aðkomu að nýjum störfum fyrir 10-15 manns en sú vinna er enn í gangi.
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 100 Fundargerðin lögð fram til kynningar og byggðarráð felur sveitarstjóra að kanna reglur um kosningu stjórnarmanna og hvort að ekki sé komin tími til að Húnabyggð fái stjórnarsæti þó það gerist ekki á næsta aðalfundi. Ennfremur óskar Húnabyggð eftir því að áheyrnarfulltrúum í stjórn verði fækkað og að aðilar utan eigendahóps byggðarsamlagsins séu ekki áheyrnarfulltrúar.
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 100 Fyrir fundinum lá kostnaðaráætlun vegna göngubrúar yfir Blöndu sem skoðuð hefur verið til að koma háspennustrengjum yfir ánna. Byggðarráð beinir því til Rarik að ekki sé gert ráð fyrir slíkum framkvæmdum í fjárhagsáætlun Húnabyggðar og að óbreittu muni Húnabyggð ekki koma að fjármögnun verkefnisins
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 100 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða ráðuneytinsins er að synja beiðni Landsnets frá 25. október sl. um skipun sérstakrar raflínunefndar vegna Holtavörðuheiðarlínu 1.
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 100 Erindið varðar nýtt aðalskipulags Skagafjarðar.
Lagt fram til kynningar -
Byggðarráð Húnabyggðar - 100 Sveitarstjóra falið að fá frekari upplýsingar samkvæmt umræðum á fundinum.
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 100 Lagt fram til kynningar
Vegna liðar 1 í fundagerðinni:
Byggðarráð þakkar Katrínu M. Guðjónsdóttur fráfarandi framkvæmdastjóra SSNV fyrir vel unnin störf í þágu sveitarfélganna á Norðurlandi vestra og óskar henni velfarnaðar í nýju starfi. Bókun fundar Vegna liðar 1 í fundagerðinni:
Sveitarstjórn þakkar Katrínu M. Guðjónsdóttur fráfarandi framkvæmdastjóra SSNV fyrir vel unnin störf í þágu sveitarfélganna á Norðurlandi vestra og óskar henni velfarnaðar í nýju starfi.
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 100 Lagt fram til kynningar
6.Öldungaráð Húnabyggðar - 9
2503007F
Fundargerð 9. fundar Öldungaráðs Húnabyggðar lögð fram til staðfestingar á 51. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
-
Öldungaráð Húnabyggðar - 9 Félagsmálastjóri og sveitarstjóri upplýstu um stöðu mála. Skipurit er í vinnslu. Stefnt er að því að yfirfærslan eigi sér stað á vormánuðum er Húnabyggð tekur yfir öll verkefni er varða öldrunarþjónustu í Húnabyggð. Bundnar eru vonir við að þjónusta við eldri borgara verði betri með nýju skipulagi, stjórnsýsla verði einfaldari og þjónusta við dreifbýlið einnig betri.
Formaður félags eldri borgara, Ásgerður Pálsdóttir, ræddi m.a. um aksturreglur fyrir eldri borgara sem voru samþykktar á síðasta ári. Ásgerður kynnti reglurnar á fundi sinna félagsmanna í janúar. Ásgerður gerir athugasemd við að reglurnar hafi ekki verið kynntar að öðru leyti, t.d. varðandi umsóknarferil. Ásgerður óskaði einnig eftir upplýsingum möguleika á því að ganga inn í verkefnið "Gott að eldast". Félagsmálastjóri upplýsti að hún og yfirhjúkrunarfræðingur svæðis eigi í samstarfi og fyrirliggjandi er að setja á fót ríkari samvinnu um heimaþjónustu og heimahjúkrun. Þær sama m.a. kynnt sér sambærileg verkefni í nágrannasveitarfélögum.
Liðveitendur hafa sinnt þeim verkefnum er snúa að félagslegri einangrun fólks á svæðinu.
Uppfærsla heimasíðu Félags- og skólaþjónustu er í bið að einhverju leyti þar til að yfirfærsla þjónustunnar komi undir Húnabyggð, og þar með á heimasíðu sveitarfélagsins.
Kristín Ingibjörg Lárusdóttir, er tengiliður við verkefnið "Bjartur lífsstíll" og tengiliður við Félag eldri borgara. Fundurinn gerir það að tillögu sinni að endurvekja og virkja verkefnateymi um Bjartan lífsstíl undir stjórn Kristínar Ingibjargar.
Rætt um upplýsingagjöf til eldri borgara, vöntun á vettvangi þar sem hægt er að kynna þjónustu fyrir eldri borgara, t.d. á heimasíðu eða hvort sé þörf á því að fara aðra leið. -
Öldungaráð Húnabyggðar - 9 Fundi 8. öldungaráðs þann 28. nóvember 2024 er svohljóðandi bókun lögð fram, við 2. lið fundargerðar um Dagdvöl, staða mála og næstu skref:
Dagdvöl aldraðra
Málið er í vinnslu sveitarstjóra, félagsmálastjóra og yfirhjúkrunarfræðings svæðis HSN. Skv. sveitarstjóra hefur ekki verið unnt að kostnaðarmeta dagdvölina og því ekki verið sett á fjárhagsáætlun eins og er.
Öldungaráð leggur mikla áherslu á að unnið sé fljótt og vel í þessum málum, og dagdvöl sé a.m.k. sett á fjárhagsáætlun næsta árs.
Óskað var eftir skýrslu um stöðu málsins frá sveitarstjóra, félagsþjónustu og HSN fyrir fund öldungaráðs í dag. Sveitarstjóri flytur munnlega skýrslu, fjármögnun er að mati sveitarstjóra ekki vandamál.
Sveitarstjóri leggur til að Magnús og Kristín Ingibjörg verði fulltrúar sveitarfélagins til að vinna málið áfram í samvinnu við Söru Lind félagsmálastjóra, og Ástu frá Félagsþjónustunni
-
Öldungaráð Húnabyggðar - 9 Ásgerður Pálsdóttir, formaður, flytur munnlega skýrslu. Unnið er að leiðréttingu á kjörum eldri borgara, þar sem m.a. hefur verið sent bréf til verkalýðsfélögum á svæðinu og fundað hefur verið með fulltrúm LEB. Fyrirheit eru um í nýjum stjórnarsáttmála um að dregið verði úr skerðingum tekna.
Fjölmenn jólahlaðborð haldið í byrjun desember og stefnt að vorgleði í félagsheimilinu á Blönduósi 8. maí þar sem einnig verða eldri borgarar í nágrannasveitarfélögum.
Ásgerður upplýsti að samtal á sér stað milli félagsins og stjórnenda Húnaskóla um endurvakningu spilaverkefnis þar sem fulltrúar félagsins kenna nemendum í 6. bekk að spila félagsvist.
Aðalfundur félagsins er á miðvikudag 26. mars, leikhúsferð í Freyvang á föstudag 28. mars og í sumar verður skipulögð ferð um Eyjafjörð og Þingeyjarsýslur. -
Öldungaráð Húnabyggðar - 9 Ekkert bókað undir þessum lið.
7.Fræðslunefnd Húnabyggðar - 20
2503008F
Fundargerð 20. fundar Fræðslunefndar Húnabyggðar lögð fram til staðfestingar á 51. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liðir 2,3,5 og 8 þarfnast sérstakrar afgreiðslu. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
-
Fræðslunefnd Húnabyggðar - 20 Í könnun sem send var á foreldra og forráðamenn leikskólabarna kemur fram að 76% vilja hafa sumarlokun leikskólans óbreytt og tekur skóladagatal mið af því.
-
Fræðslunefnd Húnabyggðar - 20 Sigríður B. Aadnegard leikskólastjóri kynnti tillögu að skóladagatali skólaársins 2025-2026. Skólastjórnendur leik- og grunnskóla hafa haft nokkurt samráð um útfærslu dagatals fyrir skólastofnanir Húnabyggðar sem m.a. tekur til niðurröðunar hluta skipulags- og endurmenntunardaga.
Tillagan gerir ráð fyrir áþekku skipulagi og skólaárið 2024-2025 og eru starfsdögum skipt bæði í heila daga og dagsparta, sem eru samtals af sama magni og núverandi skólaár.
Fræðslunefnd samþykkir tillögu að skóladagatali Leikskóla Húnabyggðar 2025-2026.
Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir skóladagatal Leikskóla Húnabyggðar fyrir skólaárið 2025-2026. -
Fræðslunefnd Húnabyggðar - 20 Í lok febrúar var hafist handa við að undirbúa komu eininganna. Einingarnar komu 10. mars og gekk nokkuð vel að setja þær niður. Einangrun var sett undir gólfið og músheldur kantur meðfram öllu húsinu. Búið er að helluleggja milli húsanna og ganga frá girðingu. Búið er að setja upp eldhúsinnréttingu, ganga frá lögnum og rafmagni. Nú er verið að leggja nýtt gólfefni á leikstofuna og mun það hafa góð áhrif á hljóðvist. Næstu skref eru að huga að úttekt frá brunavörnum og heilbrigðiseftirliti. Allt tekur þetta tíma en verkið hefur gengið mjög vel og veðrið hefur verið okkur hliðhollt. Flutt verður inn þegar allt er klárt.
Með þessari viðbót færast yngstu nemendur skólans úr starfstöð við Félagsheimilið í starfsstöð við Hólabraut. Einnig verður hægt að hafa allan 2021 árganginn á sömu deild.
Fræðslunefnd fagnar hversu hratt og vel verkefnið hefur gengið.
Bókun fundar Sveitarstjórn tekur undir jákvæða umfjöllun fræðslunefndar um standsetningu eininganna við leikskólann en einingarnar eru tilbúnar og reiknað er með að þær verði formlega teknar í notkun 14. apríl næstkomandi. -
Fræðslunefnd Húnabyggðar - 20 Dagný Rósa Úlfarsdóttir fræðslustjóri kynnti viðmiðunarreglur við afreiðslu umsókna um flýtingu eða seinkun á grunnskólagöngu barns.
Fræðslunefnd þakkar Dagnýju Rósu fyrir kynninguna.
Viðmiðunarreglurnar samþykktar samhljóða. -
Fræðslunefnd Húnabyggðar - 20 Í tilefni af 100 ára afmæli Skáksamband Íslands mun í sumar verða margra daga skákhátíð á Blönduósi en sambandið var einmitt stofnað hér. Skákasamband Íslands færði Húnaskóla taflsett að gjöf og teflt var fjöltefli við skólastjóra Skákskóla Íslands. Greinilegur aukinn áhugi er á skák innan veggja skólans og var skákmót haldið í Húnaskóla fyrir 8.-10.bekk. Einnig hreppti sveit Húnaskóla 3. sætið á Íslansdmóti grunnskólasveita í skák.
Fræðslunefnd fagnar auknum áhuga og hvetur stjórnendur leik- og grunnskóla að nýta sér þann meðbyr sem myndast hefur í tilefni af 100 ára afmæli Skáksambands Íslands. Bókun fundar Sveitarstjórn tekur undir með fræðslunefnd um mikilvægi skákíþróttarinnar og að sett verði áhersla á að efla það starf bæði í leikskóla og sérstaklega grunnskóla. Þá vill sveitarstjórn nota tækifærið og óska ungu skákmönnunum í Húnaskóla sem nýlega urðu í þriðja sæti á Íslansdmóti grunnskólasveita í skák til hamingju með árangurinn. -
Fræðslunefnd Húnabyggðar - 20 Samþykkt var að mynda starfshóp til þess að búa til og innleiða menntastefnu Húnabyggðar. Fræðslunefnd samþykkir að fræðslustjóri, skólastjórar leik- og grunnskóla og tveir fulltrúar fræðslunefndar (Ásdís Ýr og Magnús) myndi hópinn.
-
Fræðslunefnd Húnabyggðar - 20 Dagný Rósa Úlfarsdóttir kynnti verkefnið Frigg nemendagrunnur Miðstöð menntunar og skólaþjónustu. Um er að ræða gagnaskráningu barna í skólakerfinu. Fræðslunefnd fagnar þessarri nýbreytni og leggur formaður til að Anna Margret Sigurðardóttir, aðstoðarskólastjóri verði tengiliður okkar við Frigg. Samþykkt samhljóða.
Fulltrúar leikskóla véku af fundi 15:51. -
Fræðslunefnd Húnabyggðar - 20 Skóladagatal Húnaskóla skólaárið 2025-2026
Skólastjórnendur kynntu tillögu að skóladagatali skólaársins 2025-2026. Skólastjórnendur leik- og grunnskóla hafa haft nokkurt samráð um útfærslu dagatals fyrir skólastofnanir Húnabyggðar sem m.a. tekur til niðurröðunar hluta skipulags- og endurmenntunardaga.
Skólinn verði settur 21. ágúst 2025 og slitið 5. júní 2026. Fyrirkomulag starfsdaga er með áþekkum hætti og á núverandi skólaári. Auk skipulagsdaga er gert ráð fyrir sérstökum frídögum 6. sept. (réttarfrí), 7. nóv. og 8. nóv.(vetrarfrí) og 5. og 6. mars (vetrarfrí). Húnaskóli hefur ekki áður verið með vetrarfrí tvisvar á skólaári en gerð var könnun meðal foreldra og vildu flestir eða 39.6% þann möguleika af þeim sem í boði voru. Eins var spurt um réttarfrídaginn og vildu 65.3% halda honum á skóladagatali.
Fræðslunefnd samþykkir tillögu að skóladagatali Húnaskóla 2025-2026.
Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir skóladagatal Húnaskóla fyrir skólaárið 2025-2026. -
Fræðslunefnd Húnabyggðar - 20 Umræður urðu um viðmiðunarstundaskrá list- og verkgreina vegna fyrirspurna. Skólastjórnendur svöruðu spurningum fræðslunefndarmanna.
8.Skipulags- og samgöngunefnd Húnabyggðar - 36
2503009F
Fundargerð 36. fundar Skipulags- og samgöngunefndar Húnabyggðar lögð fram til staðfestingar á 51. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liðir 1 og 3 þarfnast sérstakrar afgreiðslu. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
- 8.1 2503027 Ósk um umsögn á Aðalskipulagi Skagafjarðar, kynningu á vinnslustigi (nýtt aðalskipulag).Skipulags- og samgöngunefnd Húnabyggðar - 36 Nefndin felur skipulagsfulltrúa að veita umsögn án athugasemda í skipulagsgátt. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulags- og samgöngunefndar.
-
Skipulags- og samgöngunefnd Húnabyggðar - 36 Nefndin gerir ekki athugasemdir við merkjalýsinguna og felur skipulagsfulltrúa að stofna lóðina og breyta heitum.
-
Skipulags- og samgöngunefnd Húnabyggðar - 36 Skipulags- og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa lýsinguna í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bókun fundar Sveitarstjórn felur byggingar- og skipulagsfulltrúa að auglýsa lýsinguna í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. -
Skipulags- og samgöngunefnd Húnabyggðar - 36 Nefndin gerir ekki athugasemdir og felur skipulagsfulltrúa að stofna umbeðna lóð.
-
Skipulags- og samgöngunefnd Húnabyggðar - 36 Nefndin gerir ekki athugasemdir og felur skipulagsfulltrúa að senda inn jákvæða umsögn.
-
Skipulags- og samgöngunefnd Húnabyggðar - 36 Nefndin tekur jákvætt í erindið og felur byggingafulltrúa að ræða við umsækjanda um útlit og staðsetningu skiltisins.
-
Skipulags- og samgöngunefnd Húnabyggðar - 36
-
Skipulags- og samgöngunefnd Húnabyggðar - 36 Áframhaldandi vinna við landnýtingarflokka í þéttbýli og dreifbýli ásamt merkingum á gönguleiðum ofl.
9.Byggðarráð Húnabyggðar - 101
2504001F
Fundargerð 101. fundar Byggðarráðs Húnabyggðar lögð fram til staðfestingar á 51. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liðir 1,2 og 4 þarfnast sérstakrar afgreiðslu. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 101 Sara Lind Kristjánsdóttir félagsmálastjóri og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir leiðtogi fatlaðs fólks og eldra fólks mættu á fundinn undir þessum lið.
Drög að hönnun nýs íbúðarkjarna voru kynntar og hönnunin samþykkt af hálfu byggðarráðs með þeim fyrirvara að enn á eftir að kostnaðarmeta framkvæmdina og því verður formlegt samþykki ekki gefið fyrr en að þær upplýsingar liggja fyrir. Bókun fundar Sveitarstjóri kynnti fyrirliggjandi tillögur að íbúðakjarna við Sunnubraut. Um er að ræða íbúðakjarna með 5 íbúðum og parhús alls 580 fm. Sveitarstjórn fagnar því að málið sé komið vel af stað. -
Byggðarráð Húnabyggðar - 101 Fyrir fundinum lágu drög að samningi við meistarflokksráð Hvatar/Kormáks vegna samstarfs á árinu 2025 og umsjón með Blönduósvelli. Sveitarstjóra falið að ganga frá samningnum og leggja hann fyrir næsta fund byggðarráðs. Bókun fundar Sveitarsjórn samþykkir að veita byggðarráði heimild til fullnaðarafgreiðslu þessa máls á næsta fundi byggðarráðs.
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 101 Umsókn um skólavist í Húnabyggð samþykkt
Fært í trúnaðarbók. -
Byggðarráð Húnabyggðar - 101 Drög að afskriftum sem að mestu eru afskriftir sem teygja sig langt aftur í tímann voru lagðar fram og samþykktar. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir afskriftir að upphæð 5.649.384kr.
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 101 Lagt fram til kynningar. Pétur Arason er tengiliður sveitarfélagsins við verkefnið.
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 101 Lagt fram til kynningar
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 101 Lagt fram til kynningar
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 101 Lagt fram til kynningar
Fundi slitið - kl. 17:40.