Dagskrá
1.Aðalskipulag sameinaðara þriggja sveitarfélaga
2408023
Áframhaldandi vinna við nýtt aðalskipulag Húnabyggðar.
Farið var yfir drög af landnýtingarflokkum í þéttbýli og dreifbýli ásamt merkingum á gönguleiðum ofl.
2.Ósk Vegagerðarinnar um breytingar á aðalskipulagi vegna efnistökusvæða
2503029
Tekin fyrir tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Skagabyggðar 2010-2030 dags. 14. mars s.l. frá Landslag ehf. Breytingin felur í sér uppfærslu á skilmálum vegna efnistökusvæða auk þess sem afmörkun fyrir eldra efnistökusvæði að Skagabúð er bætt á uppdrátt með skilmálum í greinargerð. Áformað er að efnistökusvæðin nýtist við viðhald vega á svæðinu.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að farið verði með breytinguna sem óverulega breytingu á aðalskipulagi í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem hún hefur ekki verulegar breytingar á landnotkun í för með sér eða áhrif á einstaka aðila eða stór svæði. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði send Skipulagsstofnun til samþykktar með fyrirvara um samþykki landeiganda.
3.Ósk um verulega breytingu á Aðalskipulagi Skagabyggðar 2010 - 2030
2503030
Tekin fyrir skipulagslýsing fyrir breytingu á Aðalskipulagi Skagabyggðar 2010 ? 2030 dags. 17. mars s.l. frá Landslagi ehf.
Sveitarfélagið hyggur á breytingu á aðalskipulagi sem mun heimila aukna efnistöku á efnistökusvæðinu Skeggjastaðir-ES12 við Skagaveg (745). Núverandi heimildir gera ráð fyrir að 30.000 m3 efnis verði teknir úr námunni en breytingin gerir ráð fyrir að heimilað efnismagn verði aukið í 450.000 m3 að beiðni Vegagerðarinnar. Gert er ráð fyrir því að efnið verði nýtt í viðhald og endurbætur á vegum í sveitarfélaginu. Samhliða er unnið að könnun á matsskyldu þar sem framkvæmdin fellur innan viðmiða 1. viðauka í flokki B skv. lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.
Sveitarfélagið hyggur á breytingu á aðalskipulagi sem mun heimila aukna efnistöku á efnistökusvæðinu Skeggjastaðir-ES12 við Skagaveg (745). Núverandi heimildir gera ráð fyrir að 30.000 m3 efnis verði teknir úr námunni en breytingin gerir ráð fyrir að heimilað efnismagn verði aukið í 450.000 m3 að beiðni Vegagerðarinnar. Gert er ráð fyrir því að efnið verði nýtt í viðhald og endurbætur á vegum í sveitarfélaginu. Samhliða er unnið að könnun á matsskyldu þar sem framkvæmdin fellur innan viðmiða 1. viðauka í flokki B skv. lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagslýsing vegna breytingar á aðalskipulagi verði kynnt íbúum og hagsmunaaðilum í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um samþykki landeiganda.
4.Umhverfis- og samgöngunefnd sendir til umsagnar 147. mál - Skipulag haf- og strandsvæða og skipulagslög
2503028
Með innsendu erindi óskar Umhverfis- og samgöngunefnd alþingis eftir umsögn vegna breytinga á lögum um Skipulag haf- og strandsvæða og skipulagslög (svæðisráð o.fl.).
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 16:00.
BÞH boðar forföll.