9. fundur 24. mars 2025 kl. 11:00 - 12:05 á fundarstað 1
Nefndarmenn
  • Magnús Sigurjónsson aðalmaður
  • Ásdís Ýr Arnardóttir aðalmaður
  • Ragnheiður Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Ásgerður Pálsdóttir aðalmaður
  • Ásta Þórisdóttir aðalmaður
  • Sara Lind Kristjánsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Pétur Bergþór Arason sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ásdís Ýr Arnardóttir
Dagskrá

1.Fréttir frá Félags- og skólaþjónustu

2411034

Fréttir frá félagsþjónustu v. skipulagsbreytinga
Félagsmálastjóri og sveitarstjóri upplýstu um stöðu mála. Skipurit er í vinnslu. Stefnt er að því að yfirfærslan eigi sér stað á vormánuðum er Húnabyggð tekur yfir öll verkefni er varða öldrunarþjónustu í Húnabyggð. Bundnar eru vonir við að þjónusta við eldri borgara verði betri með nýju skipulagi, stjórnsýsla verði einfaldari og þjónusta við dreifbýlið einnig betri.

Formaður félags eldri borgara, Ásgerður Pálsdóttir, ræddi m.a. um aksturreglur fyrir eldri borgara sem voru samþykktar á síðasta ári. Ásgerður kynnti reglurnar á fundi sinna félagsmanna í janúar. Ásgerður gerir athugasemd við að reglurnar hafi ekki verið kynntar að öðru leyti, t.d. varðandi umsóknarferil. Ásgerður óskaði einnig eftir upplýsingum möguleika á því að ganga inn í verkefnið "Gott að eldast". Félagsmálastjóri upplýsti að hún og yfirhjúkrunarfræðingur svæðis eigi í samstarfi og fyrirliggjandi er að setja á fót ríkari samvinnu um heimaþjónustu og heimahjúkrun. Þær sama m.a. kynnt sér sambærileg verkefni í nágrannasveitarfélögum.

Liðveitendur hafa sinnt þeim verkefnum er snúa að félagslegri einangrun fólks á svæðinu.

Uppfærsla heimasíðu Félags- og skólaþjónustu er í bið að einhverju leyti þar til að yfirfærsla þjónustunnar komi undir Húnabyggð, og þar með á heimasíðu sveitarfélagsins.

Kristín Ingibjörg Lárusdóttir, er tengiliður við verkefnið "Bjartur lífsstíll" og tengiliður við Félag eldri borgara. Fundurinn gerir það að tillögu sinni að endurvekja og virkja verkefnateymi um Bjartan lífsstíl undir stjórn Kristínar Ingibjargar.

Rætt um upplýsingagjöf til eldri borgara, vöntun á vettvangi þar sem hægt er að kynna þjónustu fyrir eldri borgara, t.d. á heimasíðu eða hvort sé þörf á því að fara aðra leið.

2.Dagdeild HSN og Húnabyggðar

2406031

Dagdeild við HSN, staða mála
Fundi 8. öldungaráðs þann 28. nóvember 2024 er svohljóðandi bókun lögð fram, við 2. lið fundargerðar um Dagdvöl, staða mála og næstu skref:
Dagdvöl aldraðra
Málið er í vinnslu sveitarstjóra, félagsmálastjóra og yfirhjúkrunarfræðings svæðis HSN. Skv. sveitarstjóra hefur ekki verið unnt að kostnaðarmeta dagdvölina og því ekki verið sett á fjárhagsáætlun eins og er.
Öldungaráð leggur mikla áherslu á að unnið sé fljótt og vel í þessum málum, og dagdvöl sé a.m.k. sett á fjárhagsáætlun næsta árs.

Óskað var eftir skýrslu um stöðu málsins frá sveitarstjóra, félagsþjónustu og HSN fyrir fund öldungaráðs í dag. Sveitarstjóri flytur munnlega skýrslu, fjármögnun er að mati sveitarstjóra ekki vandamál.

Sveitarstjóri leggur til að Magnús og Kristín Ingibjörg verði fulltrúar sveitarfélagins til að vinna málið áfram í samvinnu við Söru Lind félagsmálastjóra, og Ástu frá Félagsþjónustunni

3.Fréttir frá Félagi eldri borgara

2411033

Fréttir frá Félagi eldri borgara
Ásgerður Pálsdóttir, formaður, flytur munnlega skýrslu. Unnið er að leiðréttingu á kjörum eldri borgara, þar sem m.a. hefur verið sent bréf til verkalýðsfélögum á svæðinu og fundað hefur verið með fulltrúm LEB. Fyrirheit eru um í nýjum stjórnarsáttmála um að dregið verði úr skerðingum tekna.

Fjölmenn jólahlaðborð haldið í byrjun desember og stefnt að vorgleði í félagsheimilinu á Blönduósi 8. maí þar sem einnig verða eldri borgarar í nágrannasveitarfélögum.

Ásgerður upplýsti að samtal á sér stað milli félagsins og stjórnenda Húnaskóla um endurvakningu spilaverkefnis þar sem fulltrúar félagsins kenna nemendum í 6. bekk að spila félagsvist.

Aðalfundur félagsins er á miðvikudag 26. mars, leikhúsferð í Freyvang á föstudag 28. mars og í sumar verður skipulögð ferð um Eyjafjörð og Þingeyjarsýslur.

4.Önnur mál

2206034

Önnur mál
Ekkert bókað undir þessum lið.

Fundi slitið - kl. 12:05.

Getum við bætt efni þessarar síðu?