20. fundur 31. mars 2025 kl. 15:00 - 16:25 á fundarstað 1
Nefndarmenn
  • Magnús Sigurjónsson formaður
  • Atli Einarsson ritari
  • Renate Janine Kemnitz aðalmaður
  • Sara Björk Þorsteinsdóttir varamaður
    Aðalmaður: Elín Ósk Gísladóttir
Starfsmenn
  • Pétur Arason sveitarstjóri
  • Þórhalla Guðbjartsdóttir skólastjóri
  • Anna Margret Sigurðardóttir aðstoðarskólastjóri
  • Lára Dagný Sævarsdóttir áheyrnarfulltrúi kennara
  • Ragnheiður Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra
  • Sigríður Bjarney Aadnegard leikskólastjóri
Fundargerð ritaði: Magnús Sigurjónsson formaður
Dagskrá
Dagný Rósa Úlfarsdóttir fræðslustjóri sat fundinn.

ÁÝA boðaði forföll.

1.Niðurstöður könnunar um sumarlokun leikskóla

2503036

Niðurstöður könnunar um sumarlokun leikskóla
Í könnun sem send var á foreldra og forráðamenn leikskólabarna kemur fram að 76% vilja hafa sumarlokun leikskólans óbreytt og tekur skóladagatal mið af því.

2.Skóladagatal Leikskóla Húnabyggðar 2025-2026

2503034

Skóladagatal Leikskóla Húnabyggðar 2025-2026
Sigríður B. Aadnegard leikskólastjóri kynnti tillögu að skóladagatali skólaársins 2025-2026. Skólastjórnendur leik- og grunnskóla hafa haft nokkurt samráð um útfærslu dagatals fyrir skólastofnanir Húnabyggðar sem m.a. tekur til niðurröðunar hluta skipulags- og endurmenntunardaga.
Tillagan gerir ráð fyrir áþekku skipulagi og skólaárið 2024-2025 og eru starfsdögum skipt bæði í heila daga og dagsparta, sem eru samtals af sama magni og núverandi skólaár.

Fræðslunefnd samþykkir tillögu að skóladagatali Leikskóla Húnabyggðar 2025-2026.

3.Húsnæðismál leikskóla

2503038

Húsnæðismál leikskólans
Í lok febrúar var hafist handa við að undirbúa komu eininganna. Einingarnar komu 10. mars og gekk nokkuð vel að setja þær niður. Einangrun var sett undir gólfið og músheldur kantur meðfram öllu húsinu. Búið er að helluleggja milli húsanna og ganga frá girðingu. Búið er að setja upp eldhúsinnréttingu, ganga frá lögnum og rafmagni. Nú er verið að leggja nýtt gólfefni á leikstofuna og mun það hafa góð áhrif á hljóðvist. Næstu skref eru að huga að úttekt frá brunavörnum og heilbrigðiseftirliti. Allt tekur þetta tíma en verkið hefur gengið mjög vel og veðrið hefur verið okkur hliðhollt. Flutt verður inn þegar allt er klárt.
Með þessari viðbót færast yngstu nemendur skólans úr starfstöð við Félagsheimilið í starfsstöð við Hólabraut. Einnig verður hægt að hafa allan 2021 árganginn á sömu deild.

Fræðslunefnd fagnar hversu hratt og vel verkefnið hefur gengið.

4.Viðmiðunarreglur við afgreiðslu umsókna um flýtingu eða seinkun á grunnskólagöngu barns

2503031

Drög að viðmiðunarreglum um flýtingu/seinkun barna í leik- og grunnskóla
Dagný Rósa Úlfarsdóttir fræðslustjóri kynnti viðmiðunarreglur við afreiðslu umsókna um flýtingu eða seinkun á grunnskólagöngu barns.
Fræðslunefnd þakkar Dagnýju Rósu fyrir kynninguna.

Viðmiðunarreglurnar samþykktar samhljóða.

5.Skákátak í leik- og grunnskóla

2503055

Skákátak í leik- og grunnskóla
Í tilefni af 100 ára afmæli Skáksamband Íslands mun í sumar verða margra daga skákhátíð á Blönduósi en sambandið var einmitt stofnað hér. Skákasamband Íslands færði Húnaskóla taflsett að gjöf og teflt var fjöltefli við skólastjóra Skákskóla Íslands. Greinilegur aukinn áhugi er á skák innan veggja skólans og var skákmót haldið í Húnaskóla fyrir 8.-10.bekk. Einnig hreppti sveit Húnaskóla 3. sætið á Íslansdmóti grunnskólasveita í skák.
Fræðslunefnd fagnar auknum áhuga og hvetur stjórnendur leik- og grunnskóla að nýta sér þann meðbyr sem myndast hefur í tilefni af 100 ára afmæli Skáksambands Íslands.

6.Menntastefna

2503032

Menntastefna Húnabyggðar
Samþykkt var að mynda starfshóp til þess að búa til og innleiða menntastefnu Húnabyggðar. Fræðslunefnd samþykkir að fræðslustjóri, skólastjórar leik- og grunnskóla og tveir fulltrúar fræðslunefndar (Ásdís Ýr og Magnús) myndi hópinn.

7.Frigg nemendagrunnur MMS

2503033

Kynning á Frigg nemendagrunn og tilnefning tengiliðar
Dagný Rósa Úlfarsdóttir kynnti verkefnið Frigg nemendagrunnur Miðstöð menntunar og skólaþjónustu. Um er að ræða gagnaskráningu barna í skólakerfinu. Fræðslunefnd fagnar þessarri nýbreytni og leggur formaður til að Anna Margret Sigurðardóttir, aðstoðarskólastjóri verði tengiliður okkar við Frigg. Samþykkt samhljóða.

Fulltrúar leikskóla véku af fundi 15:51.

8.Skóladagatal Húnaskóla skólaárið 2025-2026

2503035

Skóladagatal Húnaskóla 2025-2026
Skóladagatal Húnaskóla skólaárið 2025-2026

Skólastjórnendur kynntu tillögu að skóladagatali skólaársins 2025-2026. Skólastjórnendur leik- og grunnskóla hafa haft nokkurt samráð um útfærslu dagatals fyrir skólastofnanir Húnabyggðar sem m.a. tekur til niðurröðunar hluta skipulags- og endurmenntunardaga.
Skólinn verði settur 21. ágúst 2025 og slitið 5. júní 2026. Fyrirkomulag starfsdaga er með áþekkum hætti og á núverandi skólaári. Auk skipulagsdaga er gert ráð fyrir sérstökum frídögum 6. sept. (réttarfrí), 7. nóv. og 8. nóv.(vetrarfrí) og 5. og 6. mars (vetrarfrí). Húnaskóli hefur ekki áður verið með vetrarfrí tvisvar á skólaári en gerð var könnun meðal foreldra og vildu flestir eða 39.6% þann möguleika af þeim sem í boði voru. Eins var spurt um réttarfrídaginn og vildu 65.3% halda honum á skóladagatali.

Fræðslunefnd samþykkir tillögu að skóladagatali Húnaskóla 2025-2026.

9.Viðmiðunarstundaskrá

2503037

Viðmiðunarstundaskrá grunnskólans
Umræður urðu um viðmiðunarstundaskrá list- og verkgreina vegna fyrirspurna. Skólastjórnendur svöruðu spurningum fræðslunefndarmanna.

Fundi slitið - kl. 16:25.

Getum við bætt efni þessarar síðu?