100. fundur 26. mars 2025 kl. 15:00 - 17:15 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Auðunn Steinn Sigurðsson formaður
  • Ragnhildur Haraldsdóttir aðalmaður
  • Zophonías Ari Lárusson aðalmaður
  • Jón Gíslason áheyrnarfulltrúi
  • Sverrir Þór Sverrisson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Arason sveitarstjóri
  • Magnús Sigurjónsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Magnús Sigurjónsson
Dagskrá

1.Kostnaðaráætlun vegna breytinga á Húnabraut 5

2503040

Kostnaðaráætlun vegna breytinga á Húnabraut 5
Fyrir fundinum lá kostnaðaráætlun vegna breytinga á Húnabraut 5 sem sveitarfélagið keypti af Ámundakinn ehf sem verður framtíðar stjórnsýsluhús sveitarfélagsins. Hnjúkabyggð 33 var seld til Fasteinga ríkisins til að liðka til fyrir sýslumannsembættinu sem þurfti meira pláss vegna fjölgunar starfsmanna. Þá var einnig gert ráð fyrir því í tillögu sameiningarnefndar við sameiningu Húnavatnshrepps og Blönduósbæjar að stjórnsýslu nýs sveitarfélags yrði fundinn nýr staður. Verkefnið gengur vel en ljóst er að kostnaður verður meiri en áætlað var þar sem ástand hússins var verra en ráð var fyrir gert. Setja þurfti gólfhita í öll gólf þar sem ofnalagnir í veggjum voru ónýtar, þakið í eldri byggingunni lekur, skipta þarf um rúður o.fl. Mestu grófframkvæmdirnar eru langt komnar og er t.d. búið að byggja nýtt lyftuhús, opna lokuð rými, opna stórt hurðargat á vesturhlið og leggja allar gólfhitalagnir. Raflagna- og pípulagningarvinna er komin vel á veg og frágangsvinna á efri hæð þar sem skrifstofa sveitarfélagsins verður er hafin. Framkvæmdir sem búnar eru standa í u.þ.b. 40 milljónum.
Samþykkt var að gera viðauka við fjárhagsáætlun vegna þessara verkþátta sem lagðir verða fyrir á næstunni. Frekari umræðu um kostnaðaráætlunina er vísað til næsta fundar byggðarráðs.

2.Erindi frá fulltrúa H-lista vegna framkvæmda við Húnabraut 5

2503051

Erindi fulltrúa H-lista er varðar framkvæmdi við Húnabraut 5
Vísað til bókunar í lið 1. í þessari fundargerð um stöðu verkefnisins og áætluð verklok við þann áfanga að koma skrifstofu Húnabyggðar inn í húsnæðið er í maí mánuði. Ákvarðanir um verkframkvæmdir og lokatímasetningu vegna flutnings félagsþjónustu Húnabyggðar inn í húsnæðið liggja ekki fyrir að svo stöddu. Öll leyfi vegna framkvæmdanna eru eins og reglur gera ráð fyrir og yfirumsjón með verkefninun er í höndum sveitarstjóra.

3.Málefni skóladagheimilis Húnabyggðar

2503041

Málefni skóladagheimilis Húnabyggðar
Fundargerð vinnuhóps um húsnæðismál grunn- og leikskóla var lögð fram til kynningar. Vinnuhópurinn mun halda áfram sínu starfi og skila hugmyndum til byggðarráðs fljótlega.

4.Aðgerðir vegna lokunar slátuhússins

2503042

Aðgerðir vegna lokunar slátuhússins
Sveitarfélagið hefur haft milligöngu um atvinnuleit núverandi starfsmanna KN sem sagt var upp störfum á dögunum. Sú vinna hefur gengið vel og eru nú þegar nokkrir komnir með vinnu og eru viðtökur atvinnurekenda á svæðinu mjög jákvæðar.

5.Norðurá bs - Fundagerð 119. fundar stjórnar

2503049

Fundargerð 119. fundar stjórnar Norðurár bs.
Fundargerðin lögð fram til kynningar og byggðarráð felur sveitarstjóra að kanna reglur um kosningu stjórnarmanna og hvort að ekki sé komin tími til að Húnabyggð fái stjórnarsæti þó það gerist ekki á næsta aðalfundi. Ennfremur óskar Húnabyggð eftir því að áheyrnarfulltrúum í stjórn verði fækkað og að aðilar utan eigendahóps byggðarsamlagsins séu ekki áheyrnarfulltrúar.

6.Endurskoðun á lagnaleið

2503043

Erindi frá Rarik er varðar hugmyndir að nýrri lagnaleið
Fyrir fundinum lá kostnaðaráætlun vegna göngubrúar yfir Blöndu sem skoðuð hefur verið til að koma háspennustrengjum yfir ánna. Byggðarráð beinir því til Rarik að ekki sé gert ráð fyrir slíkum framkvæmdum í fjárhagsáætlun Húnabyggðar og að óbreittu muni Húnabyggð ekki koma að fjármögnun verkefnisins

7.Svar ráðuneytis

2503044

Svar ráðuneytis við beiðni Landsnets um stofnun raflínunefndar - Holtavörðuheiðarlína 1
Lagt fram til kynningar. Niðurstaða ráðuneytinsins er að synja beiðni Landsnets frá 25. október sl. um skipun sérstakrar raflínunefndar vegna Holtavörðuheiðarlínu 1.

8.Niðurstöður að loknu kynningarferli á máli nr. 06132024

2503045

Erindi frá Skipulagsgátt er varðar niðurstöður að loknu kynningarferli á máli nr. 0613/2024
Erindið varðar nýtt aðalskipulags Skagafjarðar.

Lagt fram til kynningar

9.Víkingurinn 2025

2503046

Erindi frá Kraftmönnum er varðar Víkinginn 2025
Sveitarstjóra falið að fá frekari upplýsingar samkvæmt umræðum á fundinum.

10.Fundargerð 120. fundar stjórnar SSNV

2503047

Fundargerð 120. fundar stjórnar SSNV
Lagt fram til kynningar

Vegna liðar 1 í fundagerðinni:

Byggðarráð þakkar Katrínu M. Guðjónsdóttur fráfarandi framkvæmdastjóra SSNV fyrir vel unnin störf í þágu sveitarfélganna á Norðurlandi vestra og óskar henni velfarnaðar í nýju starfi.

11.Fundargerð 972. fundar stjórnar SÍS

2503048

Fundargerð 972. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 17:15.

Getum við bætt efni þessarar síðu?