Dagskrá
Fundurinn hófst á heimsóknum á Húnabraut 5 og í Leikskóla Húnabyggðar
1.Áhrif kjarasamninga grunnskóla- og leikskólakennara
2503012
Áhrif kjarasamninga grunnskóla- og leikskólakennara
Sigurður Erlingsson kom inn á fundinn undir þessum lið og fór yfir þann kostnað sem hlýst af nýgerðum kjarasamningum við kennara.
2.Heimilisiðnaðarsafnið
2503013
Heimilisiðnaðarsafnið - Úrsögn frá aðild - Samband austur-húnverskra kvenna og Sveitarfélagið Skagaströnd.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja að taka yfir rekstur Heimilisiðnaðarsafnsins en sveitarfélagið Skagaströnd og Samband austur-húnverskra kvenna (SAHK) hafa ákveðið að segja sig frá stofnuninni. Ákvörðun þessi er tekin samhliða slitum á byggðasamlögum.
3.Sértæk verkefni sóknaráætlunarsvæða (C1)
2503014
Sértæk verkefni sóknaráætlunarsvæða (C1)
Byggðarráð fagnar því að Húnabyggð hafi fengið 13,4 milljóna styrk vegna sértækra verkefna á sóknaráætlunarsvæðum (C1) en verkefnið sem fékk styrk tengist uppbyggingu í gamla bænum. Þessi styrkur mun hjálpa þeirri uppbyggingu mikið sem þar stendur yfir.
4.Erindi frá Leikfélagi Blönduós
2503016
Erindi frá Leikfélagi Blönduóss
ASS vék af fundi undir þessum lið.
Byggðarráð samþykkir erindið sem snýst um að setja upp ný leiktjöld og drapperingar í bíósal félagsheimilisins.
Byggðarráð samþykkir erindið sem snýst um að setja upp ný leiktjöld og drapperingar í bíósal félagsheimilisins.
5.Frumkvæðisathugun á aksturþjónustu fatlaðra og eldri borgara
2503017
Frumkvæðisathugun á aksturþjónustu fatlaðra og eldri borgara
Fyrir fundinum lá skýrsla frá Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála vegna akstursþjónustu fatlaðra og eldri borgara. Byggðarráð felur félagsmálastjóra að skoða athugasemdir sem koma fram í skýrslunni og koma með hugmyndir að úrbótum. Byggðarráð felur jafnframt sveitarstjóra að setja af stað verkefni til að bæta þjónustuna.
6.Erindi frá Hjámari Þ. Ólafssyni
2503018
Erindi frá Hjálmari Þ. Ólafssyni
Byggðarráð fór yfir erindið og felur sveitarstjóra að svara erindinu samkvæmt fyrirmælum byggðarráðs.
7.Mótvægisaðgerðir vegna lokunar sláturhúss KN
2503019
Mótvægisaðgerðir vegna lokunar sláturhúss KN
Ræddir voru möguleikar sveitarfélagsins að hjálpa til hvað varðar þá stöðu sem komin er upp vegna lokunar sláturhússins. Ýmsir aðilar hafa sett sig í samband við starfsmenn og kjörna fulltrúa sveitarfélagsins með hugmyndir um hvernig hægt væri að nota það húsnæði sem sláturhúsið hefur notað. Að svo komnu máli eru þetta einungis hugmyndir og þreifingar og ekkert ennþá sem hönd á festir. Sveitarfélagið mun halda þessum samtölum áfram og er opið fyrir því að ræða slíkar hugmyndir við áhugasama aðila. Þá mun sveitarfélagið einnig ræða málefni húsnæðisins sérstaklega við KN með það fyrir augum að liðka til fyrir notkun nýrra aðila af húsnæðinu eða hluta þess.
Á sama tíma hefur sveitarfélagið hitt forsvarsmenn KN hér á Blönduósi til að ræða hvernig sveitarfélagið geti aðstoðað starfsmenn fyrirtækisins hér. Fyrirhugð er að halda fund strax á morgun með starfsmönnum KN.
Á sama tíma hefur sveitarfélagið hitt forsvarsmenn KN hér á Blönduósi til að ræða hvernig sveitarfélagið geti aðstoðað starfsmenn fyrirtækisins hér. Fyrirhugð er að halda fund strax á morgun með starfsmönnum KN.
8.Fjarskiptafélag Skagabyggð ehf.
2503020
Fjarskiptafélag Skagabyggð ehf
Kjósa þarf nýja stjórn í Fjarskiptafélag Skagabyggðar. Vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.
9.Erindi frá Veiðifélagi Laxár á Ásum
2503021
Erindi frá Veiðifélagi Laxár á Ásum er varðar 90. ára afmæli félagsins
Lagt fram til kynningarþ. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.
10.Erindi frá Landsbyggðin lifi
2503022
Erindi frá Landsbyggðin lifi
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið um að taka þátt og vera upplýst um verkefnið.
11.Aukafundur fulltrúaráðs EBÍ 19. mars
2503023
Aukafundur fulltrúaráðs EBÍ 19. mars
Byggðarráð skipar sveitarstjóra, Pétur Arason, sem fulltrúa Húnabyggðar á aukafund fulltrúaráðs EBÍ.
12.Tillögur um breytingar á samþykktum og þingsköpum SSNV
2503024
Tillögur um breytingar á samþykktum og þingsköpum SSNV
Fyrir fundinum lá ósk frá SSNV um að senda inn breytingatillögur á samþykktum og/eða þingsköpum SSNV. Byggðarráð hefur engar tillögur hvað varðar breytingar á samþykktum og/eða þingsköpum SSNV.
13.Fundargerð 119. fundar stjórnar SSNV
2503015
Fundargerð 119. fundar stjórnar SSNV
Lagt fram til kynningar
14.Fundargerðir 964. og 971. fundar stjórnar Sambands Íslenskra Sveitarfélaga
2503025
Fundargerðir 964. og 971. fundar stjórnar Sambands Íslenskra Sveitarfélaga
Lagt fram til kynningar
15.Ársskýrsla Stígamóta
2503026
Ársskýrsla Stígamóta
Lagt fram til kynningar
Fundi slitið - kl. 17:41.