Dagskrá
1.Ósk um umsögn á Aðalskipulagi Skagafjarðar, kynningu á vinnslustigi (nýtt aðalskipulag).
2503027
Sveitarfélagið Skagafjörður hefur óskað eftir umsögn við eftirfarandi mál í Skipulagsgátt.
Aðalskipulag Skagafjarðar, nr. 0613/2024: Kynning tillögu á vinnslustigi (Nýtt aðalskipulag).
Aðalskipulag Skagafjarðar, nr. 0613/2024: Kynning tillögu á vinnslustigi (Nýtt aðalskipulag).
Nefndin felur skipulagsfulltrúa að veita umsögn án athugasemda í skipulagsgátt.
2.Merkjalýsing vegna stofnunar lóðar úr Húnsstöðum
2503052
Til afgreiðslu umsókn um stofnun lóðar úr landi Hússtaða ásamt meðfylgjandi merkjalýsingu.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við merkjalýsinguna og felur skipulagsfulltrúa að stofna lóðina og breyta heitum.
3.Ósk Vegagerðarinnar um breytingar á aðalskipulagi Húnavatnshrepps vegna efnistökusvæðis við Hnjúk í Vatnsdal.
2503053
Tekin fyrir ósk Vegagerðarinnar um breytingu á aðalskipulagi Húnavatnshrepps 2010-2022 vegna skilgreiningu efnistökusvæðis við Hnjúk í Vatnsdal.
Skipulags- og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa lýsinguna í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
4.Merkjalýsing vegna stofnunar lóðar úr Mosfelli
2503058
Til afgreiðslu umsókn um stofnun lóðar úr landi Mosfells ásamt meðfylgjandi merkjalýsingu.
Nefndin gerir ekki athugasemdir og felur skipulagsfulltrúa að stofna umbeðna lóð.
5.Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn Húnabyggðar vegna hluta Skagavegar.
2503054
Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn Húnabyggðar vegna hluta Skagavegur á milli Harrastaða og Brunanámu á Skagaströnd, nr. 0244/2025:
Tilkynning um framkvæmd (Tilkynning til ákvörðunar um matsskyldu).
Tilkynning um framkvæmd (Tilkynning til ákvörðunar um matsskyldu).
Nefndin gerir ekki athugasemdir og felur skipulagsfulltrúa að senda inn jákvæða umsögn.
6.Umsókn um uppsetningu á auglýsingaskilti.
2503056
Til afgreiðslu umsókn frá Guðmundi Jóhannsyni fyrir hönd Gallerí Ós þar sem óskað er eftir leyfi til uppsetningar á skilti samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Nefndin tekur jákvætt í erindið og felur byggingafulltrúa að ræða við umsækjanda um útlit og staðsetningu skiltisins.
7.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 16
2503004F
8.Aðalskipulag sameinaðara þriggja sveitarfélaga
2408023
Áframhaldandi vinna við endurskoðun aðalskipulags sameinaðra þriggja sveitarfélaga.
Áframhaldandi vinna við landnýtingarflokka í þéttbýli og dreifbýli ásamt merkingum á gönguleiðum ofl.
Fundi slitið - kl. 16:30.