44. fundur 12. nóvember 2024 kl. 15:00 - 15:58 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson forseti
  • Grímur Rúnar Lárusson 1. varaforseti
  • Ragnhildur Haraldsdóttir aðalmaður
  • Zophonías Ari Lárusson aðalmaður
  • Birgir Þór Haraldsson aðalmaður
  • Auðunn Steinn Sigurðsson aðalmaður
  • Elín Aradóttir aðalmaður
  • Sverrir Þór Sverrisson aðalmaður
Starfsmenn
  • Pétur Arason sveitarstjóri
  • Magnús Sigurjónsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Magnús Sigurjónsson
Dagskrá
Forseti sveitarstjórnar óskaði eftir að fresta lið nr.13 í dagskrá.

Samþykkt samhljóða.

1.Skipurit Húnabyggðar

2410019

Fyrri umræða um skipurit Húnabyggðar
Hugmynd að nýju skipuriti Húnabyggðar kynnt og sveitarstjórn vísar verkefninu til byggðarráðs til áframhaldandi vinnslu.

2.Kosningar í nefndir og ráð

2309003

Erindi frá Erlu Gunnarsdóttur er varðar tímabundna lausn
Erindi hefur borist frá Erlu Gunnarsdóttur B-lista, varamanni í sveitarstjórn þar sem hún óskar eftir að víkja úr sveitarstjórn og nefndum sveitarfélagsins um stundarsakir vegna flutninga. Sveitarstjórn samþykkir erindi Erlu og vísar til 3. liðar 30 gr. sveitarstjórnarlaga.

Forseti sveitarstjórnar lagði fram eftirfarandi breytingar á nefndarskipan hjá Húnabyggð:

Í sveitarstjórn kemur inn sem fyrsti varamaður B-lista Elín Ósk Gísladóttir, sem annar varamaður B-lista Agnar Logi Eiríksson og sem þriðji varamaður B-lista Sara Björk Þorsteinsdóttir.
Í fræðslunefnd kemur inn sem varamaður fyrir B-lista Grímur Rúnar Lárusson
Í atvinnu- og menningarnefnd kemur inn sem aðalmaður fyrir B-lista Katharina Schneider og Auðunn Steinn Sigurðsson sem varamaður B-lista
Í stjórn Félags- og skólaþjónustu kemur inn sem varamaður Elín Aradóttir B-lista.

3.Beiðni um umsögn á grundvelli 10. gr. a jarðalaga nr. 812004 vegna Hrafnarbjarga

2411010

Beiðni um umsögn á grundvelli 10. gr. a jarðalaga nr. 81/2004 vegna Hrafnarbjarga
Sveitarstjórn veitir fyrir sitt leiti jákvæða umsögn um málið. Samþykkt með 7 atkvæðum, einn sat hjá (GRL)

4.Húnabyggð - Samþykktir

2212008

Breytingar á samþykktum Húnabyggðar
Sveitarstjórn samþykkir eftirfarandi breytingu á 47. grein samþykkta Húnabyggðar. Í núverandi samþykktum stendur:
Fjallskilastjórnir. Í fjallskilastjórn hverrar fjallskiladeildar innan sveitarfélagsins skulu valdir þrír fulltrúar og þrír til vara úr hópi fjallskilaskyldra aðila í viðkomandi upprekstrarfélagi. Fjallskiladeildirnar eru eftirfarandi, sbr. fjallskilasamþykkt fyrir Austur-Húnavatnssýslu nr. 299/2009:
a)
Fjallskiladeild Auðkúluheiðar.
b)
Fjallskiladeild Blönduósbæjar.
c)
Fjallskiladeild Bólstaðarhlíðarhrepps.
d)
Fjallskiladeild Grímstungu- og Haukagilsheiða.
Eftir breytingar standi:
Fjallskilanefnd starfar í umboði sveitarstjórnar og fer með þau verkefni sem henni eru falin og nánar er kveðið á um í erindisbréfi fjallskilanefndar. Í fjallskilanefnd sitja formenn allra fjallskiladeilda Húnabyggðar. Í fjallskilastjórn hverrar fjallskiladeildar innan sveitarfélagsins skulu valdir þrír fulltrúar og þrír til vara úr hópi fjallskilaskyldra aðila í viðkomandi upprekstrarfélagi. Fjallskiladeildirnar eru eftirfarandi, sbr. fjallskilasamþykkt fyrir Austur-Húnavatnssýslu nr. 299/2009:
a)
Fjallskiladeild Skagamanna.
b)
Fjallskiladeild Vindhælinga.
c)
Fjallskiladeild Blönduósbæjar.
d)
Fjallskiladeild Bólstaðarhlíðarhrepps og Upprekstrarfélag Eyvindarstaðaheiðar.
e)
Fjallskiladeild Auðkúluheiðar.
f)
Fjallskiladeild Grímstungu- og Haukagilsheiða.

5.Byggðarráð Húnabyggðar - 78

2410003F

Fundargerð 78. fundar Byggðarráðs Húnabyggðar lögð fram til staðfestingar á 44. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 8 atkvæðum samhljóða.

  • Byggðarráð Húnabyggðar - 78 Sara Lind Kristjánsdóttir félagsmálstjóri, Alma Dögg Guðmundsdóttir fostöðumaður heimilisins á Skúlabraut 22 og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir leiðtogi málefna fatlaðs fólks mættu á fundinn undir þessum lið. Umræður sköpuðust um staðsetningu þjónustukjarna fyrir fatlað fólk. Byggðarráð vísar því til Skipulags- og samgöngunefndar Húnabyggðar að skoða möguleika að nýrri staðsetningu eftir umræður fundarins. Byggðarráð leggur til að stofnaður verði starfshópur sem útfærir þarfagreiningu fyrir áformaða byggingu þjónustukjarna fyrir fatlað fólk. Í honum sitji Pétur Arason sveitarstjóri, Börkur Þór Ottósson skipulags- og byggingafulltrúi, Alma Dögg Guðmundsdóttir forstöðumaður heimilisins á Skúlabraut 22, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir leiðtogi málefna fatlaðs fólks og Sara Lind Kristjánsdóttir félagsmálastjóri. Sveitarstjóra falið að kalla hópinn saman.
    Sara, Alma og Gréta yfirgáfu fundinn 15:50.

  • Byggðarráð Húnabyggðar - 78 Erla Jónsdóttir formaður heimastjórnar fyrrum Skagabyggðar kom á fundinn undir þessum lið klukkan 15:55.

    Farið yfir framtíðaráform um uppbyggingu áfangastaðar í ferðaþjónustu í Kálfshamarsvík.

    Sveitarstjóra falið að vinna að málinu áfram.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 78 Lögð voru fram verðmöt á eignum sveitarfélagsins við Skúlabraut 39 (F2137143) og Skúlabraut 11 (F2137124). Sveitarstjóra falið að koma eignunum í auglýsingu sem fyrst.
  • 5.4 2310019 Stöðuleyfi
    Byggðarráð Húnabyggðar - 78 Tekið fyrir erindi dags. 01.06.2024 frá Kristjáni Þorbjörnssyni á Gilsstöðum þar sem óskað er eftir skýringu vegna stöðuleyfis fyrir gáma.
    Byggðarráð felur sveitarstjóra að svara erindinu.

    Tekið fyrir erindi dags. 25.08.2024 frá Árna Bragasyni Sunnuhlíð þar sem óskað er eftir skýringum vegna stöðuleyfis.
    Byggðarráð felur sveitarstjóra að svara erindinu.

  • 5.5 2311003 Fjallaskálar
    Byggðarráð Húnabyggðar - 78 Lagðar voru fram kostnaðaráætlanir vegna viðgerða og viðhalds í og við gamla sæluhúsið á Hveravöllum og Kúlukvíslarskála en bæði þessi verkefni hafa hlotið styrk frá Minjastofnun. Byggðarráð samþykkir kostnaðaráætlanir og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að koma verkefnunum í framkvæmd
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 78 Lagt fram til kynningar
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 78 Lagt fram til kynningar
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 78 Lagt fram til kynningar
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 78 Sigurður Erlingsson kom á fundinn undir þessum lið. Sigurður fór yfir stöðu fjárfestingaáætlunar 2024, hvaða liðir hafa þegar komið til framkvæmdar og hvaða liðir eru eftir.

6.Byggðarráð Húnabyggðar - 79

2410004F

Fundargerð 79. fundar Byggðarráðs Húnabyggðar lögð fram til staðfestingar á 44. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liður 1 þarfnast sérstakrar afgreiðslu. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 8 atkvæðum samhljóða.

  • Byggðarráð Húnabyggðar - 79 ZAL vék af fundi undir þessum lið.

    Byggðarráð samþykkir kauptilboð á eign sveitarfélagsins við Húnabraut 42 (íbúð 01010102) upp á 23.750.000kr. og felur sveitarstjóra að láta ganga frá sölu eignarinnar.
    Bókun fundar ZAL, GRL og GHJ véku af fundi undir þessum lið

    Sveitarstjórn staðfestir sölu á eign sveitarfélagsins við Húnabraut 42 (íbúð 01010102) sem seld var á 23.750.000kr.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 79 Fjárfestingar ársins eru komnar í u.þ.b. 234 milljónir af 327 milljón króna áætlun. Sveitarstjóra falið að klára þau verkefni sem fyrir liggja og ákveðin voru í fjárhagsáætlun fyrir árið 2024. Miðað við þau verkefni sem liggja fyrir er ljóst að fjárheimildir ársins verða að mestu nýttar.

7.Atvinnu- og menningarnefnd Húnabyggðar - 17

2410005F

Fundargerð 17. fundar Atvinnu- og menningarnefndar Húnabyggðar lögð fram til staðfestingar á 44. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 8 atkvæðum samhljóða.
  • 7.1 2409015 Safnamál
    Atvinnu- og menningarnefnd Húnabyggðar - 17 Jóhanna Erla Pálmadóttir mætti á fundinn undir þessum lið.

    Rætt var um Vatnsdælureflilinn og hugmyndir að húsnæði fyrir hann sem og aðra menningartengda starfsemi.

  • Atvinnu- og menningarnefnd Húnabyggðar - 17 Rætt um þær umsóknir sem fyrirhugað er að sækja um í Uppbyggingarsjóð. Nefndin vill hvetja einkaaðila og fyrirtæki að sækja um. Umsóknarfrestur er til 4. nóvember nk.
  • Atvinnu- og menningarnefnd Húnabyggðar - 17 Sveitarstjóra falið að ræða við SSNV um samstarf. Bókun fundar EA vék af fundi undir umræðum og afgreiðslu þessa liðar
  • Atvinnu- og menningarnefnd Húnabyggðar - 17 Sveitarstjóri fór yfir þær umsóknir er sendar voru.

8.Fræðslunefnd Húnabyggðar - 17

2410007F

Fundargerð 17. fundar Fræðslunefndar Húnabyggðar lögð fram til staðfestingar á 44. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 8 atkvæðum samhljóða.
  • Fræðslunefnd Húnabyggðar - 17 Þórhalla Guðbjartsdóttir gaf skýrslu um starf Húnaskóla.

    Skólastarf Húnaskóla hefur að mestu leyti verið hefðbundið.
    Ungmennaþing SSNV var haldið 11. september - 10 unglingar frá Húnaskóla tóku þátt í deginum.

    Margrét Sigurðardóttir uppeldis og menntunarfræðingur kom í október með fyrirlesturinn,,Verum góð -Láttu þér og öðrum líða vel? fyrir unglinga í 8. - 10. bekk og ,,Forvarnir og foreldrasamstarf - Verum sýnileg og aukum samskipti, samveru og samstarf. Styðjum við skólastarf og þátttöku í íþrótta- og tómstundastarfi. Velferð allra barna skiptir okkur máli." fyrir foreldra um kvöldið. Báðir fyrirlestrarnir voru á vegum Félagsmiðstöðvarinnar Skjólsins í tengslum við námskeið starfsfólks félagsmiðstöðvarinnar en í samráði við stjórnendur Húnaskóla.

    Starfsfólk Húnaskóla tók þátt í fræðslu “ Hinsegin lífsgæði - Að tilheyra / Fitting in. Lýðheilsa hinsegin ungmenna á landsbyggðinni?. Fræðslan var á vegum verkefnisins Öruggt hinsegin skólaumhverfi en í forsvari verkefnisins eru Davíð Samú­els­son og Fann­ey Kristjáns­dótt­ir.

    Evrópurútan - starfsfólk Húnaskóla mætti þar og kynnti sér málin. Kynning um allt land á tækifærum í alþjóðasamstarfi.

    Rýmingaræfing var haldin 2. október í samstarfi við slökkviliðsstjóra og gekk hún mjög vel. Allir árgangar skólans tóku þátt ásamt nemendum á Stóra Fjallabæ.

    Fjallgöngur - öllum námshópum nema 9. og 10. bekk tóks að klára sínar haust-göngur en því miður varð að aflýsa göngu upp á Axlaröxlina vegna veðurs og færðar.

    Allir árgangar skólans ásamt starfsfólki tók þátt í Göngum í skólann verkefninu og var gullskórinn afhentur nemendum 3. bekkjar í lok heilsuvikunnar. Mjótt var á munum því mikil og góð þátttaka var í verkefninu. Skólinn tók einnig þátt í heilsuvikunni með sinni árlegu fjölskyldugöngu. Auk þess vorum við dugleg að auglýsa viðburði vikunnar.

    26. september í Alþjóðlegri gagnaversviku var nemendum 7. og 8. bekkjar Húnaskóla boðið í Gagnaverið og Blöndustöð af Borealis Data Center. Fengu nemendur góða fræðslu og að sjálfsögðu voru veitingar í boði.

    Valgreinadagur 8. og 10. bekkjar var 2. október á Hvammstanga.

    Farskólinn hefur verið með nokkur námskeið í Heimilisfræðistofunni.

    Stelpur geta allt - árlegt laugardagsnámskeið haldið í Húnaskóla á vegum Soroptimista. Er notað sem innlegg í vinnu við bætt samskipti.

    Utís námstefnan tókst mjög vel og voru mætt hér í skólann bæði starfsfólk Húnaskóla og Leikskóla Húnabyggðar.

    Sameiginlegur námskeiðsdagur var 7. október og heppnaðist vel. Nýttum okkur tæknina og voru fyrirlesararnir á netinu. Verkefnin voru Vinátta og Pals- læsisverkefni.

    Áætlað er eitt sameiginlegt námskeið leik- og grunnskólanna í viðbót á árinu en það er dagsett 11. desember og heitir Heilsueflandi vinnustaður og fjallar um streitustigann. Námskeiðið er í takt við stefnu okkar í að innleiða Heilsueflandi samfélag.

    Fulltrúi frá lögreglunni hefur komið með fræðslu inn í Húnaskóla samkvæmt forvarnaráætlun Norðurlands vestra. Gott er að sjá að áætlunin er komin af stað. Einnig var fulltrúi lögreglunnar með fræðsluerindi fyrir starfsfólk á ágúst “Ofbeldi í nánum samböndum?.

    Vel var mætt á Haustþing alls starfsfólks grunnskóla á Norðurlandi vestra og flott erindi í boði. Eitt af mörgum frábærum erindum var fyrirlestur um Ofbeldi og hegðunarvandi.

    10. bekkur fer í þessari viku í kynningu í MA, VMA og heimavistina þar.

    Íþróttakennsla er komin í hús á nýju gólfi.

    Síðast sagði skólastjóri frá að tveir núverandi og einn fyrrverandi kennarar við Húnaskóla yrðu með erindi á Ráðstefnu á Akureyri. Skemmst er að segja frá því að þær Brynhildur Erla, Kristín Jóna og Magdalena Berglind stóðu sig mjög vel og erum við mjög stolt af þeim.

    Formaður foreldrafélagsins og skólastjóri hittust í upphafi skóla og fóru yfir nokkur mál. Í framhaldinu setti foreldrafélagið upp nýjan bekkjarfulltrúalista og er hann sýnilegur á vef skólans. Þar er einnig að finna hugmyndir fyrir bekkjarfulltrúa og upplýsingar um foreldrafélagið.

    Foreldraviðtalsdagur var 16. október og var mæting góð.

    Á næstu dögum og vikum eru bekkjarkvöld. Flest þeirra eru með foreldrum og liður í að auka samheldni í hópum, hittast og hafa gaman. Umsjónarkennarar eru hvattir til að nýta sér aðstoð bekkjarfulltrúa.

    Aðgengismál - Hafinn er akstur tveggja skólabíla og akstursþjónustu fatlaðra um nýjan akveg að suðurhlið Gamla skóla.

    Aðstaða annarra deilda í Húnaskóla
    Skjólið hefur verið með aðstöðu í skólanum bæði á bókasafninu fyrir dagopnun og eins í matsalnum með kvöldopnun frá því í byrjun september og verður eitthvað fram í nóvember. Það hefur gengið vel.

    Liðveisla á vegum Félagsþjóustunnar hefur lengi haft aðstöðu í skólanum.

    Matsalurinn er vinsæll fyrirlestrarsalur fyrir ýmis fræðslumál og hafa t.d. bæði foreldrafélag Húnaskóla og Leikskóla Húnabyggðar verið þar með sýna aðalfundi og fræðslu. Báðir skólarnir nota salinn mikið fyrir sína starfsþróun en einnig Skólaþjónusta A-Hún og fyrirlestrar á vegum menningar- og tómstundafulltrúa.

    Samstarf leik- og grunnskóla gengur mjög vel.

    Matseðlar eru samkvæmt fyrirmælum og fjölbreytt úrval í “salat?borði. Skólastjórar leik- og grunnskóla hafa hittst á fundum með yfirmanni mötuneytis og áætla að gera það nokkrum sinnum yfir veturinn. Þess má geta að matseðill í nóvember er útbúinn af 7. og 8. bekk Húnaskóla undir stjórn heimilisfræðikennara en nemendur Stóra Fjallabæjar eiga heiðurinn af máltíðum 7. og 8. nóvember. Mögulega gerum við meira af þessu. Nemendur eru þá búnir að fá fræðslu um skólamáltíðir, skoða matseðla í skólum, koma með tillögur, setja saman matseðil og fá svo kokkinn í heimsókn þar sem samtal á sér stað um matinn og matseðlana.

    Fjöldi barna á Skóladagheimilinu er um 60 og skiptist jafnt á árganga.

    Allir kennarar eru í umsjónarteymum og faggreinateymum en einnig eru þeir í öðrum fagteymum eins og eineltisteymi, forvarnarteymi, skólanámskrárteymi, áfallateymi, öryggisteymi, heilsueflandi teymi, stærðfræðiteymi, læsisteymi, skólaregluteymi, sem sér um að útfæra skólareglur, ástundunarreglur og fleiri reglur í samstarfi við aðra í skólasamfélaginu o.fl.

    Fræðslunefnd þakkar fyrir ítarlega skýrslu.
  • Fræðslunefnd Húnabyggðar - 17 Elín Ósk formaður foreldrafélgsins fór yfir fundargerð aðalfundar foreldrafélags Húnaskóla.

    Fræðslunefnd fagnar góðri þátttöku á aðalfundinum. Nokkur umræða var um öryggismál á skólalóð á aðalfundinum. Fræðslunefnd tekur undir áhyggjur fundarins og beinir því til sveitarstjóra að úrbætur verði gerðar.

    Fræðslunefnd óskar eftir því að Skólaráð Húnaskóla taki upp umræður um símalausan skóla.

    Fræðslunefnd beinir bókun foreldrafélagsins um heimakstur til vinnuhóps um endurskoðun skólaakstursreglna í samræmi við umræður á aðalfundi foreldrafélagsins

    Elín Ósk, Anna Margret, Kristín Jóna og Þórhalla yfirgáfu fundinn 15:55.
  • Fræðslunefnd Húnabyggðar - 17 Sigríður Bjarney Aadnegard gaf skýrslu um starf leikskóla Húnabyggðar.

    Kosning hefur farið fram meðal nemenda, foreldra og starfsfólks um einkunnar orð leikskólans. Virðing, vinátta og gleði eru þau orð sem valin voru og mun endurspeglast í öllu starfið leikskólans

    Sigríður segir frá áherslum skólaársins 2024-2025. Áhersla verður á lýðræði í skólastarfi þar sem börn finna að þau eru hluti af samfélagi þar sem réttlæti og virðing einkenna samskipti ásamt því að hver og einn fái tækifæri til að leggja sitt af mörkum til að hafa áhrif á umhverfi sitt.

    Hefja þarf markvissa vinnu við innramat með það að markmiði að auka gæði starfsins með virku innra mati þar sem rýnt er í hina ýmsu þætti í starfi skólans með það að markmið að gera enn betur.

    Í leikskólanum er lögð áhersla á snemmtæka íhlutun þar sem markmiðið er að hafa áhrif á þroskaframvindu barna með markvissum aðgerðum eins snemma og unnt er. Unnið er út frá niðurstöðum þeirra matslista sem við höfum réttindi á.

    Markvisst er unnið að því að bæta orðaforða efla málskilning barnanna og hljóðkerfisvitund.
    Notast er meðal annars við kennsluefnið Lubbi finnur málbein, Orð eru ævintýr, TMT og þjálfunarverkefni skólans.

    Þá er einnig hafin innleiðing á verkefninu á Heilsueflandi leikskóli og Vináttu, forvarnaverkefni Barnaheilla gegn einelti.

    Íþróttatíma og sundtímar farnir af stað.

    Foreldrafélag leikskólans afhenti leikskólanum veglega gjöf á aðalfundi félagsins 24. október s.l. þar sem leikskólinn fékk að gjöf hljómborð og gítar.

    Starfsþróunaráætlun er í fullum gangi á haustönn er námskeið í skyndihjálp, námskeið um notkun námsefnisins Vinátta, námskeið í K-PALS og G-PALS, námskeið í notkun Streitustigans, fræðslu um heimilisofbeldi/ofbeldi í nánum samböndum og Kynferðisofbeldi og kynferðisleg hegðun barna og unglinga. Á vorönn eru framhald á námskeiðum streitustigans, fræðsla um brunavarnir og vettvangsheimsókn.

    Formaður foreldrafélags Leikskóla Húnabyggðar bar upp fyrirspurn um stöðu talmeinaþjónustu. Fræðslunefnd óskar eftir að Fræðslustjóri taki saman upplýsingar um stöðuna fyrir næsta fund Fræðslunefndar.

    Fræðslunefnd þakkar Sigríði fyrir ítarlega skýrslu.

  • Fræðslunefnd Húnabyggðar - 17 Fræðslunefnd þakkar fyrir erindið er varðar stöðu undirbúnings leikskólabyggingar sem hefur þegar verið svarað, að öðru leyti er vísað í lið 6 í fundargerð þessari.
  • Fræðslunefnd Húnabyggðar - 17 Sigríður kynnti drög að könnun sem lögð verður fyrir foreldra og forráðamenn um fyrirkomulag sumarlokunar leikskóla.
    Fræðslunefnd samþykkir að leikskólastjóri leggi fram þessa könnun með áorðnum breytingum.
  • Fræðslunefnd Húnabyggðar - 17 Húnabyggð hefur óskað eftir frekari fresti til að svara tilboði sem barst í nýja leikskólabyggingu sveitarfélagsins. Sá frestur rennur út í desember 2024.

    Fyrir fundinum lá minnisblað um greiningu á fjárhagsáhrifum leikskólabyggingar. Nokkrar umræður urðu um minnisblaðið og stöðu málsins. Framvinda skýrist með fjárhags- og fjárfestingaáætlun næsta árs.

9.Byggðarráð Húnabyggðar - 80

2410009F

Fundargerð 80. fundar Byggðarráðs Húnabyggðar lögð fram til staðfestingar á 44. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 8 atkvæðum samhljóða.

10.Byggðarráð Húnabyggðar - 81

2410010F

Fundargerð 81. fundar Byggðarráðs Húnabyggðar lögð fram til staðfestingar á 44. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liður 1 þarfnast sérstakrar afgreiðslu. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 8 atkvæðum samhljóða.
ZAL, GRL og GHJ véku af fundi undir þessum lið.

Sveitarstjórn stafestir sölu á eign sveitarfélagsins að Skúlabraut 39 upp á 25.950.000kr. og sölu á eign sveitarfélagsins að Skúlabraut 11 upp á 24.300.000kr.

11.Skipulags- og samgöngunefnd Húnabyggðar - 29

2410008F

Fundargerð 29. fundar Skipulags- og samgöngunernfdar Húnabyggðar lögð fram til staðfestingar á 44. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liðir 2,3 og 4 þarfnast sérstakrar afgreiðslu. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 8 atkvæðum samhljóða.
  • Skipulags- og samgöngunefnd Húnabyggðar - 29 Farið var yfir frumdrög að deiliskipulaginu og felur nefndin skipulags- og byggingafulltrúa í samráði við Pál að vinna málið áfram út frá umræðum fundarins.
  • Skipulags- og samgöngunefnd Húnabyggðar - 29 Skipulags- og samgöngunefnd samþykkir að tillagan verði kynnt íbúum og hagsmunaaðilum í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga og leggur til við sveitarstjórn að skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir að fela Skipulags- og byggingarfulltrúa að auglýsa tillöguna í samæmi við 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og samgöngunefnd Húnabyggðar - 29 Skipulags-og samgöngunefnd leggur til við sveitastjórn að samþykkja hnitsetningu þjóðlendu Hofsjökulls samkvæmt úrskurði óbyggðanefndar frá 19. júní 2009 á umræddu svæði. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir hnitsetningu þjóðlendu Hofsjökuls samkvæmt úrskurði óbyggðanefndar frá 19. júní 2009.
  • Skipulags- og samgöngunefnd Húnabyggðar - 29 Skipulags-og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að gerð verði breyting á deiliskipulagi við Skúlabraut, Smárabraut og Sunnubraut þar sem gert er ráð fyrir nýjum íbúðarhúsalóðum ásamt lóð fyrir íbúðarkjarna við Sunnubraut og Holtabraut. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir tillögu Skipulags- og samgöngunefndar og felur Skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna málið áfram.
  • Skipulags- og samgöngunefnd Húnabyggðar - 29 Lagt fram til kynningar.
  • Skipulags- og samgöngunefnd Húnabyggðar - 29 Skipulags-og samgöngunefnd felur skipulags-og byggingafulltrúa að veita umbeðið framkvæmdarleyfi þegar samþykki landeiganda liggur fyrir.
    Skilyrt er að efnið sé flutt á vel frosnum vegi.
    Leyfisveitandi áskilur sér rétt að afturkalla leyfið ef framangreindu skilyrði er ekki framfylgt.

12.Byggðarráð Húnabyggðar - 82

2411001F

Fundargerð 82. fundar Byggðarráðs Húnabyggðar lögð fram til staðfestingar á 44. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liður 5 þarfnast sérstakrar afgreiðslu. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 8 atkvæðum samhljóða.

13.Fjárhagsáætlunargerð 2025

2410009

Fyrri umræða um fjárhagsáætlun Húnabyggðar 2025
Dagskrárliðnum frestað.

Fundi slitið - kl. 15:58.

Getum við bætt efni þessarar síðu?