Dagskrá
Ragnhildur, Jón og Sverrir sátu fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.
1.Fréttatilkynning frá Félags- og skólaþjónustu A-Hún vegna Sæborgar
2411002
Fréttatilkynning frá Félags- og skólaþjónustu A-Hún vegna Sæborgar
Byggðarráð telur þetta skynsamlega og tímabæra ákvörðun. Rekstur Sæborgar hefur verið þungur fyrir sveitarfélögin og því engin annar kostur í stöðunni en að skila þessu verkefni til ríkisins sem ber lögbundna ábyrgð á verkefninu.
2.Húnabyggð - Uppbygging hleðslustöðva
2303019
Erindi frá Instavolt Iceland ehf.
Byggðarráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að bjóða skilgreind bílastæði til hleðslu rafbíla nálægt bílastæðum við Íþróttamiðstöð Húnabyggðar.
3.Áskorun til sveitarstjórna á Norðurlandi vestra frá fulltrúum kennara og stjórnenda á Norðurlandi vestra
2411003
Áskorun til sveitarstjórna á Norðurlandi vestra frá fulltrúum kennara og stjórnenda á Norðurlandi vestra
Lagt fram til kynningar
4.Söguverkefni á Skaga
2411004
Söguverkefni á Skaga
Byggðarráð samþykkir verkefnið sem eitt af þeim verkefnum sem unnið er að varðandi þróun og markaðssetningu á Húnabyggð sem áfangastaðar fyrir ferðamenn og skráningu menningarverðmæta á svæðinu og vísar málinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2025.
5.Styrkur
2411005
Styrkur til Leikfélags Blönduós
ASS vék af fundi undir þessum lið.
Í tilefni af 80 ára afmæli Leikfélags Blönduóss afhenti Húnabyggð leikfélaginu gjöf að upphæð 80.000kr. á afmælishátíð leikfélagsins sem haldin var 2.11.2024.
Í tilefni af 80 ára afmæli Leikfélags Blönduóss afhenti Húnabyggð leikfélaginu gjöf að upphæð 80.000kr. á afmælishátíð leikfélagsins sem haldin var 2.11.2024.
6.Óskað eftir stuðningi sveitarfélagsins við Flugklasann Air 66N fyrir starfsárið 2025
2411006
Erindi frá Markaðsstofu Norðurlands er varðar Flugklasann Air 66N
Byggðarráð hafnar erindi Markaðsstofu Norðurlands og telur að það eigi að vera hlutverk Isavia að sjá um markaðssetningu á millilandarflugvöllum Íslands.
7.Hafnasamband Íslands- Fundargerð 466. fundar stjórnar
2411007
Fundargerð 466. fundar Hafnasambands Íslands
Lagt fram til kynningar.
8.Fundargerð 953. fundar stjórnar Sambands Íslenskra sveitarfélaga
2411009
Fundargerð 953. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Lagt fram til kynningar.
9.Forsendur fjárhagsáætlanna sveitarfélaga
2411008
Forsendur fjárhagsáætlanna sveitarfélaga
Lagt fram til kynningar.
10.Fjárhagsáætlunargerð 2025
2410009
Fjárhagsáætlunargerð 2025
Sigurður Erlingsson mætti á fundinn undir þessum lið.
Vinna við fjárhagsáætlunargerðar 2025
Vinna við fjárhagsáætlunargerðar 2025
Fundi slitið - kl. 17:00.