29. fundur 06. nóvember 2024 kl. 16:00 - 18:00 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Zophonías Ari Lárusson formaður
  • Birgir Þór Haraldsson aðalmaður
  • Höskuldur Birkir Erlingsson varaformaður
  • Agnar Logi Eiríksson aðalmaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson
  • Elísa Ýr Sverrisdóttir
  • Pétur Bergþór Arason
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson Skipulags-og byggingafulltrúi
Dagskrá
Sverrir Þór Sverrisson boðaði forföll og engin kom í hans stað.

1.HB- Deiliskipulag gamla bæjarins

2311019

Páll Lindal leggur fram frumtillögu að vinnslutillögu deiliskipulags gamla bæjarins og Kleifamýrar.
Farið var yfir frumdrög að deiliskipulaginu og felur nefndin skipulags- og byggingafulltrúa í samráði við Pál að vinna málið áfram út frá umræðum fundarins.

2.Ósk um breytingu á aðalskipulagi vegna fimm efnistökusvæða

2402037

Tekið fyrir að nýju erindi um breytingu á Aðalskipulagi Húnavatnshrepps 2010-2022 vegna skilgreiningu efnistökusvæða. Breytingin felur í sér skilgreiningu fimm nýrra efnistökusvæða og frekari nýtingu eldra efnistökusvæðis. Breytingin er unnin að beiðni Vegagerðarinnar og mun nýtast við vegbætur í sveitarfélaginu. Skipulags- og matslýsing var kynnt frá 3. júlí - 3. ágúst s.l. og umsagnir nýttar við mótun tillögu að breytingu á aðalskipulagi Húnavatnshrepps.

Fyrir liggur tillaga dags. 10. október 2024 frá Landslagi ehf. með greinargerð, umhverfisskýrslu og uppdrætti.
Skipulags- og samgöngunefnd samþykkir að tillagan verði kynnt íbúum og hagsmunaaðilum í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga og leggur til við sveitarstjórn að skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Hofsjökull, stofnun þjóðlendu.

2409047

Með innsendu erindi dags. 23. september 2024 óskar Regína Sigurðardóttir fyrir hönd forsætisráðuneytisins eftir að stofnuð verði fasteign (þjóðlenda) í þeim hluta Höfsjökull sem er innan sveitarfélagsmarka Húnabyggðar.
Skipulags-og samgöngunefnd leggur til við sveitastjórn að samþykkja hnitsetningu þjóðlendu Hofsjökulls samkvæmt úrskurði óbyggðanefndar frá 19. júní 2009 á umræddu svæði.

4.Erindi frá Skagafirði varðandi úthlutun á lóð

2409006

Á 78. fundi byggðarráðs þann 10. október síðastliðinn var vísað til skipulags-og samgöngunefndar að skoða möguleika á nýrri staðsetningu fyrir þjónustukjarna á Blönduósi.
Skipulags-og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að gerð verði breyting á deiliskipulagi við Skúlabraut, Smárabraut og Sunnubraut þar sem gert er ráð fyrir nýjum íbúðarhúsalóðum ásamt lóð fyrir íbúðarkjarna við Sunnubraut og Holtabraut.

5.Upplýsingar um stöðu verkefnisins Endurskoðun leiðarkerfis landsbyggðarvagna.

2410021

Með innsendu erindi dags. 17. október 2024 upplýsir Hulda Rós Bjarnadóttir fyrir hönd Vegagerðarinnar stöðu verkefnisins endurskoðun leiðarkerfis landsbyggðarvagna.
Lagt fram til kynningar.

6.Umsókn um framkvæmdarleyfi

2410031

Með innsendu erindi dags. 31.10.2024 óskar sveitarfélagið Skagaströnd eftir framkvæmdarleyfi vegna efnistöku í landi Kurfs samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Skipulags-og samgöngunefnd felur skipulags-og byggingafulltrúa að veita umbeðið framkvæmdarleyfi þegar samþykki landeiganda liggur fyrir.
Skilyrt er að efnið sé flutt á vel frosnum vegi.
Leyfisveitandi áskilur sér rétt að afturkalla leyfið ef framangreindu skilyrði er ekki framfylgt.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?